fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Guðmundur Emil selur boli til að greiða málskostnað sem hann var ekki dæmdur til

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. júní 2024 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir akstur sviptur ökuréttindum með dómi Héraðsdóms Reykjaness þann 20. júní.

Guðmundur Emil mætti ekki við þingfestingu og boðaði ekki forföll eins og DV greindi frá í gær, en þetta var í þriðja sinn sem hann er tekinn sviptur ökuréttindum.

Sjá einnig: Áhrifavaldurinn Gummi Emil dæmdur í fangelsi

„Það vita allir að ég hjóla útum allt. Bubbi hjólaði líka útum allt lengi. Ég elska hjóla, ég viðurkenni ég keyrði próflaus bláedrú því ég þurfti nauðsynlega að komast milli staða en var tekinn þannig ég seldi bílinn minn. Ég ætla reyna taka þetta út í samfélagsþjónustu, þar sem ég elska ekkert meira en að verða samfélaginu mínu að gagni og elska gera þetta samfélag betra eins og allir í kringum mig vita. Þetta er mér að kenna, ég hefði átt að gera betur!“ sagði Guðmundur Emil í yfirlýsingu.

Hann hefur nú hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil, og greinir Vísir frá því að ágóðinn fari upp í málskostnaðinn. Sé dómurinn skoðaður sést hins vegar að engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Guðmundi Emil var gert að greiða sektir vegna tveggja fyrri málanna og kemur fram að hann hafi greitt þær.

Auk bolagerðarinnar hefur Guðmundur Emil einnig samið lag um dóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“