fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Eldsupptök ekki á veitingastaðnum Intro – „Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 26. júní 2024 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir hádegi kom upp eldur í Turninum á Höfðatorgi. Vel gekk að rýma Turninn og engan sakaði. Slökkvilið hefur ráðið niðurlögum eldsins en tjónið engu að síður töluvert og hefur í för með sér röskun á þeirri starfsemi sem er rekin á jarðhæð Turnsins.

Samkvæmt fyrstu fréttum var talið að eldsupptök hefðu verið á veitingastaðnum Intro, sem er rekinn af Múlakaffi. Raunin var þó önnur heldur virðist eldurinn hafa komið upp í lagnaleið sem liggur úr kjallara Turnsins upp í glerskála á Höfðatorgi sem gegnir hlutverki veitingasalar Intro.

„Hugur okkar er hjá starfsfólki og öðrum rekstraraðilum í Turninum”, segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis. „Það er alltaf áfall þegar upp kemur eldur í fyrirtækjum eða á heimilum en við hjá Intro viljum koma því skýrt á framfæri að eldsupptök tengjast veitingastaðnum ekki á nokkurn hátt.“

Glerskálinn og innanstokksmunir hjá Intro urðu fyrir talsverðu tjóni en Guðríður segir að öllu máli skipti þó að engan sakaði. „Það sem skiptir mestu máli er að rýming hússins gekk vel og allir eru óhultir. Nú erum við, líkt og aðrir rekstraraðilar á jarðhæð Turnsins, að meta stöðuna og næstu skref. Eldhúsið okkar varð sem betur fer ekki fyrir teljandi tjóni og unnið verður að því að koma því af stað sem allra fyrst enda eru fjölmargir viðskiptavinir orðnir vanir því að koma til okkar í hádeginu.”

Veitingastaðurinn Intro er í eigu Múlakaffis sem rekur eina stærstu veisluþjónustu landsins ásamt fjölmörgum mötuneytum og veitingaþjónustu við íslensk fyrirtæki. Intro á Höfðatorgi opnaði sumarið 2022 og er hluti af nýrri stefnu sem er vaxandi í nýbyggingum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Um er að ræða glæsilegt hádegishlaðborð sem starfsmenn Turnsins og allra fyrirtækja í nærumhverfinu hafa aðgang að.

„Intro er í raun framtíðin í hádegishlaðborðum og er tilraun sem við réðumst í með Heimum hf, rekstraraðila Höfðatorgs, sem hefur slegið rækilega í gegn,” bætir Guðríður við.

Glerskálinn í Turninum hefur verið vinsæll veislusalur og ljóst að einhverjar veislur munu þurfa að finna sér annan vettvang. „Við erum sem betur fer með frábæra veislusali í Sjálandi í Garðabæ og munum við reyna eftir fremsta megni að færa veislur sem fyrirhugað var að halda í Glerskálanum þangað í samstarfi við okkar viðskiptavini.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Í gær

Guðmundur Emil selur boli til að greiða málskostnað sem hann var ekki dæmdur til

Guðmundur Emil selur boli til að greiða málskostnað sem hann var ekki dæmdur til
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“