fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Bátavogsmálið: Sársaukaóp hins látna hljómuðu í dómsal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 13:00

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjört Rúnarsdóttir neitaði sem fyrr sök varðandi ákæru um að hafa myrt sambýlismann sinn er hún gaf skýrslu Bátavogsmálinu í morgun. Aðalmeðferð hófst í morgun og stendur næstu þrjá daga. Undir skýrslugjöf Dagbjartar voru birtar óhugnanlegar upptökur úr síma hennar sem gefa til kynna að hún sé að misþyrma brotaþolanum þó að þær sanni það ekki með óyggjandi hætti enda að mestu leyti um hljóðupptökur að ræða. Nokkur stutt myndskeið voru þó einnig birt sem sýna hinn látna útafliggjandi, illa á sig kominn. Einnig sést Dagbjört á einu myndskeiðinu beygja fingur hins látna en fyrir liggur að hann fingurbrotnaði.

Sjá einnig: Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi

Dagbjört gat helst gefið þær skýringar á áverkum sem voru á líkinu að hinn látni hafi alltaf verið að detta, sídrukkinn og reikull í spori. Hann hafi meðal annars dottið á höfuðið inni á baðherbergi.

Dagbjört lýsti sambandi sínu við þann látna sem vinasambandi en þau höfðu þekkst allt frá 2013. Hún samsinnti því ekki að þau hafi búið saman þó að hinn látni hafi dvalist langdvölum hjá henni. Dagbjört neitaði ákveðið er saksóknari spurði hana hvort þau hafi átt í kynferðissambandi. Hinn látni hafi hins vegar verið með einhverjar hugmyndir um að eitthvað meira væri á milli þeirra.

Við fjölmörgum spurningum er vörðuðu áverka á hinum látna og gögn sem sýna framferði Dagbjartar í aðdraganda látsins vísaði Dagbjört til lögregluskýrslna og kaus að tjá sig ekki frekar. Saksóknari og dómari bentu hins vegar á að í lögregluskýrslun væru svör hennar oft fátækleg. Dómari benti henni á að nú væri tækifæri til að skýra betur út hvað olli dauða hins látna ef hún sjálf bar ekki ábyrgð á honum. Ekki er hægt að segja að Dagbjört hafi nýtt það tækifæri vel. Oft bar hún við minnisleysi um atvikin.

Hundshræið í frystinum

Eins og margoft hefur komið fram fundu lögreglumenn á vettvangi harmleiksins að Bátavogi, laugardagskvöldið 23. september 2023, hræ af dauðum hundi í frystihólfi. Þegar Dagbjört var spurð út í dauða hundsins í dómsal í morgun sagðist hún hundinn hafa orðið sjálfdauðan enda orðinn 14 ára gamall. Hún kenndi hinum látna ekki um dauða hundsins.

Hins vegar er allt annað uppi á teningnum í framburði hennar hjá lögreglu og í upptökum úr síma hennar sem spilaðar voru í dómsal. Þar eru sterkar vísbendingar um að hún hafi kennt manninum um dauða hundsins og misþyrmingarnar megi rekja til reiði yfir því. Í upptökunum má meðal annars heyra Dagbjörtu segja þetta: „Jón, þú ert dýraníðingur“ – „Það er enginn friður í þinni sál, dýraníðingur“ -„Hundurinn er dáinn og ég hef ekkert að gera nema vera leiðinleg við þig“. Í síma heyrist hún segja: „Ég var bara að sparka aðeins í hann.“

Hinn látni heyrist meðal annars segja: „Viltu ekki bara ná í hníf og stinga mig beint í hjartað, þú vilt bara pína mig, geturðu ekki bara drepið mig beint.“ – Einnig segir hann Dagbjörtu hafa gert sig heyrnarlausan en á líkinu voru áverkar á eyra.

Yfirveguð en fátt um svör

Dagbjört var snyrtileg, yfirveguð og róleg í fasi í vitnastúkunni. Hins vegar voru svör hennar fátækleg og hún gat ekki gefið eðlilegar skýringar á fjölmörgum atriðum sem koma fram í gögnunum og ýta undir grun um að hún hafi orðið manninum að bana. Hún var nokkuð óskýr í tali í vitnastúku og lá lágt rómur. Stundum var erfitt að greina orð hennar. En á hinn bóginn virkaði hún sjálfsörugg.

Dagbjört sagðist ekki hafa misþyrmt manninum heldur bara verið að hjálpa honum og sagði ásakanir hans um misþyrmingar stöfuðu af líklega ofskynjunum. Hún hafði ekki skýringar á því hvers vegna á löngum kafla í hljóðupptökunum heyrast hljóð sem líkjast höggum og undir því hljóma sársaukavein hins látna. Er hún var spurð hvernig hún skýrði út sársaukaveinin gat hún það ekki en sagði: „Það var ekkert sem ég var að gera við hann.“

Hún gat ekki skýrt sár í andliti hins látna eða blóðbletti á kodda þar sem hann liggur í einu myndskeiðinu. Hún gat líka ekki skýrt út margvísleg ummæli af upptökunni, t.d. hvers vegna hún segir þetta: „Ég er ekki vond við þig, ég er bara að klípa og klípa í rækjuna.“ Ennfremur segir hún: „Klípa í þessar geirvörtur sem standa hérna,“ en hinn látni var með áverka á geirvörtum.

„Hann datt mikið og drakk mikið,“ sagði hún. „Ég var mjög góð við hann, keypti mat og eldaði fyrir hann,“ sagði hún ennfremur. Hún sagði að hinn látni hefði hótað og ógnað sér og hún hafði aðeins lagt á hann hendur til að verja sig, t.d. með því að halda honum og skella honum niður þegar það var nauðsynlegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum

Englendingar unnu riðilinn með ömurlegri frammistöðu – Markalaust í báðum leikjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“