fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Venjulegt fjölskyldufólk á kafi í skipulagðri brotastarfsemi – Sex kíló af kókaíni og amfetamíni aðeins toppurinn á ísjakanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 13:50

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV eru þau sex kíló af kókaíni og amfetamíni, sem lögregla haldlagði í umfangsmikilli aðgerð fyrir skömmu, aðeins lítill hluti af skipulagðri brotastarfsemi þess hóps af fólki sem hefur réttarstöðu í málinu. Brot fólksins hafa staðið yfir í nokkur ár.

Eins og DV greindi frá í morgun lagði lögreglan hald á samtals sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar um nokkurt skeið.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að málið snúi að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum.

„Lögregla lagði meðal annars hald á fíkniefni, lyf, stera og um 40 milljónir króna í reiðufé, auk nokkurra peningatalningavéla. Þá haldlagði lögregla ýmsar gerðir af skotvopnum og öðrum vopnum, m.a. skammbyssu búna hljóðdeyfi,“ segir lögregla.

Í tilkynningu lögreglu segir að á þriðja tug manna hafi verið handteknir í þágu rannsóknarinnar og þá voru framkvæmdar rúmlega þrjátíu leitir í umdæminu í tengslum við hana.

„Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Í kjölfarið voru fimm aðilar úrskurðaðir í gæsluvarðhald og sæta því enn, utan eins þeirra. Sá var færður í afplánun vegna eldri dóms að loknu einnar viku gæsluvarðhaldi. Í dag hafa 18 aðilar stöðu sakbornings í málinu.“

Dannað og friðsamt fjölskyldufólk

Samkvæmt heimildum DV sitja enn fimm manns í haldi vegna rannsóknar málsins. Fjórir eru í gæsluvarðhaldi og einn afplánar fyrri dóm vegna skilorðsbrots sem tengsl við þetta mál fela í sér.

Í 18 manna hópnum eru bæði karlar og konur, þau yngstu eru rúmlega þrítug og þau elstu rétt innan við fimmtugt, fyrir svo utan einn karlmann sem er að verða áttræður. Fólkið er sagt vera friðsamt og dannað fjölskyldufólk sem hafi flest leiðst út í þessa ólöglegu starfsemi vegna fjárhagserfiðleika. Hópurinn er sagður vera ofbeldislaus og aldrei hafa t.d. komið nálægt handrukkun. Fundur lögreglu á skotvopnum við rannsókn málsins vekur mikla undrun hjá flestum sakborningunum, sem kannast ekki við slíkt. „Það hefur enginn hugmynd um hvaðan þau koma,“ segir einn sakborningurinn.

Samkvæmt heimildum DV hafa sumir sakborningarnir verið mjög samvinnuþýðir við lögreglu við rannsókn málsins.

Búast má við ákæru fljótlega þar sem hámarks leyfilegur gæsluvarðhaldstími án útgáfu ákæru nálgast hjá einhverjum sakborningum í málinu, sem eru í gæsluvarðhaldi. Þeir sem sitja inni vegna málsins núna eru allt karlmenn en eins og fyrr segir eru konur á meðal þeirra 18 sem hafa stöðu sakbornings í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla