fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Þetta er besta flugfélag heims – Play á lista en ekki Icelandair

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júní 2024 12:29

Það þykir býsna gott að ferðast með Qatar Airways.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið virta alþjóðlega rannsóknar- og greiningarfyrirtæki Skytrax hefur birt árlegan lista sinn yfir bestu flugfélög heims. Um er að ræða lista með hundrað flugfélögum sem þykja standa sig best.

Skytrax-verðlaunin þykja býsna virt og er stundum talað um þau sem Óskarsverðlaun flugbransans.

Það er skemmst frá því að segja að Qatar Airlines er í efsta sæti listans þetta árið og er þetta í áttunda sinn sem flugfélagið endar á toppnum. Í fyrra var Singapore Airlines á toppnum en flugfélagið fellur niður í annað sætið þetta árið.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Lundúnum í gærkvöldi en auk þess að verðlauna efsta flugfélagið eru veitt verðlaun í ýmsum undirflokkum eins og til dæmis fyrir mesta hreinlætið, besta viðskiptafarrýmið og fyrir bestu flugþjónana og flugfreyjunnar.

Listi Skytrax ber titilinn Skytrax World Airline Awards og byggir á ítarlegum könnunum sem gerðar eru meðal farþega. Farþegar tilnefna flugfélög sem þeim þykja hafa skarað fram úr og veita þeim einkunnir á bilinu 1-5 í hinum ýmsu flokkum. Eru einkunnir veittar fyrir meðal annars hversu vinaleg áhöfn í farþegarými er og hversu góð hún er að leysa vandamál sem upp kunna að koma. Meðal annarra flokka sem farþegar veita einkunnir fyrir eru þægindi sæta, hreinlæti um borð, hversu vel innritun gengur fyrir sig, gæði máltíða um borð og afþreying sem boðið er upp á.

Í frétt News.com.au er tekið fram að Qatar Airlines hafi fengið þrenn önnur verðlaun, meðal annars fyrir besta viðskiptafarrýmið.

Hægt er að skoða lista Skytrax yfir hundrað bestu flugfélög heims hér en athygli vekur að Ísland á fulltrúa á listanum. Flugfélagið Play er í 87. sæti á listanum en var í 91. sæti í fyrra. Icelandair komst ekki á listann þetta árið og ekki heldur í fyrra.

Á vef Skytrax er bent á að PLAY hafi lent í 3. sæti yfir þau flugfélög sem hafa sýnt mestar framfarir milli ára. Hlutskarpast þar varð flugfélagið Saudi Arabian Airlines og þar á eftir STARLUX Airlines.

Bestu flugfélög heims samkvæmt Skytrax:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“