fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Svívirðingar ganga á milli Stefáns Einars og Gunnars Smára – „Ekki vera fullur á Facebook“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júní 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er grunnt á því góða á milli Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins og Gunnars Smára Egilssonar, fjölmiðlamanns og stofnanda Sósíalistaflokksins. Stefán Einar og Gunnar Smári hafa skipst á föstum skotum í gegnum tíðina en líklega aldrei eins föstum og í gærkvöldi.

Gunnar Smári skrifaði hugleiðingu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann sagði meðal annars að til að geta vaxið sem einstaklingur þurfi fólk að taka þátt í að móta samfélagið svo það haldi ekki aftur af okkur, dragi úr möguleikum okkar eða tjóðri okkur niður.

„Það er ekki nóg að laga sjálfan sig og ekki gott að kasta til hendinni þegar kemur að samfélaginu,“ sagði Gunnar Smári og tók að svo að eigin sögn „vont“ dæmi.

„Ég er með skakkar tennur sem eru farnar að dökkna, enda er ég sjötugsaldri. Ég gæti farið til Búlgaríu og keypt mér nýjar beinar tennur, svipaðar þeim sem Joe Biden er með, til að upplifa að bros mitt sé boðlegt samfélagi sem sífellt verður grimmara. En ég get líka skrifað þennan status í von um að við breikkum aðeins samþykki okkar um hvað er fallegt bros og boðlegt. Ég tel það betri leið sem gagnast fleirum, og kannski mest þeim sem helst þurfa samþykki og tilfinningu fyrir að tilheyra. Það fólk þarf miklu fremur fallegt og milt samfélag en nýjar tennur.“

Pistillinn sem slíkur vakti ekki mjög hörð viðbrögð en Stefán Einar brást þó illur við skrifum Gunnars Smára.

„Vill helsti skítadreifari landsins mildara samfélag? Segðu þjóðinni annan og betri brandara en þennan. Fáir menn að Reyni Traustasyni undanskildum sem varpað hafa dekkri skuggum á samfélagið en einmitt þú,“ sagði Stefán Einar.

Gunnar Smári svaraði fyrir sig fullum hálsi og lét að því liggja að Stefán Einar hefði fengið sér neðan í því áður en hann skrifaði athugasemdina.

„Ekki vera fullur á Facebook. Kannski eru til lyklaborð með áfengismæli fyrir menn eins og þig, sem virka ekki ef áfengismagn í andardrætti fer yfir einhver prómill,“ sagði hann.

Stefán Einar sagðist hins vegar vera bláedrú:

„Eins og áður hefur komið fram er það ekki ég sem á við áfengisvanda að stríða í okkar samskiptum. Sit hér bláedrú í heitri gufu og hlæ að þessum tilgerðarlegu melankólísku hugleiðingum þínum. Hvort ertu sauður í úlfagæru eða sauður í eigin gæru?“

Gunnar Smári gaf ekki mikið fyrir svör Stefáns.

„Einmitt, á Facebook bláedrú í heitri gufu. Láttu renna af þér, þá verðurðu betur áttaður á hvar þú ert og hvað þú ert að skrifa.“

Því svaraði Stefán Einar svona:

„Fyndið að fyrrum formaður SÁÁ noti þetta sem röksemd til að þagga niður í fólki. Eru þetta tómir ofbeldismenn sem veljast í þetta djobb?“

Samskiptin má lesa í færslu Gunnars Smára hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu