fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Ef Freyja hefði lent í því sama og Yazan – „Ég væri að öllum líkindum ekki á lífi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júní 2024 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Haraldsdóttir, réttargæslumaður fatlaðs fólks, segir að ef fjölskylda hennar hefði lent á flótta er hún var barn væri hún að öllum líkindum ekki á lífi í dag. Í pistli sem hún skrifar í tilefni þess að vísa á úr landi 11 ára dreng með hrörnunarsjúkdóm sem flúði hingað frá Palestínu með fjölskyldu sinni fyrir ári síðan, lýsir Freyja aðstæðum sínum í æsku, en hún fæddist með beinbrotasýki:

„Ég gat ekki verið lengi ein heima og oftast þegar ég var það var ég smeik. Mamma gat ekki verið að vinna því NPA var ekki komið til sögunnar. Ég fór í sjúkraþjálfun og átti tvo sérhannaða hjólastóla og önnur hjálpartæki. Ég var nýbyrjuð á lyfjum sem reyndust verða mér mikið gæfuspor því þau drógu verulega úr beinbrotum með tímanum. Heimili okkar var hannað sérstaklega með aðgengisþarfir mínar í huga en samt var orðin þörf á breytingum enda breytast líkamar og aðgengisþarfir með. Ég þurfti heilbrigðisvörur til þess að komast á salerni. Lífið gekk upp en var oft krefjandi fyrir fjölskylduna mína því samfélagið gerir ekki ráð fyrir fötluðu fólki. En við gátum þetta og ég átti gott líf.

Ef fjölskyldan mín hefði þurft að flýja Ísland vegna náttúruhamfara eða lífshættu af öðrum ástæðum hefði veruleiki okkar orðið allt annar. Ég væri að öllum líkindum ekki á lífi. Ég hefði eingöngu geta haft einn hjólastól svo lengi sem hann væri ekki skemmdur eða tekin. Án hans hefðu foreldrar mínir þurft að halda á mér en beinin hefðu ekki þolað það, þau brotnuðu nefnilega oft í höndum þeirra í öryggi okkar á Íslandi. Ég hefði ekki haft lyfin og því líklega haldið áfram að brotna oft og illa. Þá hefði ég ekki haft verkjalyf og foreldrar mínir hefðu verið með mig slasaða og verkjaða öllum stundum. Þau hefðu mögulega þurft að skilja mig eftir eða bróðir minn. Eða þau hefðu þurft að skipta liði. Fjölskyldan sundruð. Ég hefði ekki fengið skólagöngu og líklega ekki lifað nógu lengi til þess að eignast vini í flóttamannabúðum. Ég hefði samt haft það skárra en Yazan því ég er hvít.“

„Þeim er öllum drull um barn eins og Yazan“

Freyja segir að Ísland sé engin paradís fyrir fatlað fólk en ólíkt Palestínu sé hér lífvænlegt fyrir barn með þann sjúkdóm sem Yazan litli er með. Hún fordæmir stjórnvöld fyrir að ætla að vísa honum og fjölskyldu hans úr landi og segir að mannúð íslenskra yfirvalda nái ekki lengra en til hvítra barna og helst bara til sinna eigin barna:

„Það eina sem þeim er annt um er að varðveita hvítu ófötluðu börn ríka fólksins. Aðallega bara sín eigin börn samt og börn sem eru lík þeim. Á sama tíma fela þau sig á bakvið nýja óháða mannréttindastofnun sem vissulega mátti stofna fyrir áratugum en þau ætla aldeilis að monta sig núna. Og meira að segja hagsmunasamtök fatlaðs fólks, ÖBÍ og Þroskahjálp, taka þátt í fagnaðarlátunum á meðan fatlað barn er sent út í dauðann. Við hljótum að vera eitt meðvirkasta, hræddasta og skammsýnasta þjóðfélag heims.“

Pistilinn í heild og umræður undir honum má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Autt bílaleiguhús á Keflavíkurflugvelli vekur undrun

Autt bílaleiguhús á Keflavíkurflugvelli vekur undrun
Fréttir
Í gær

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“