fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Auglýsa „Nýja Ísland“ sem er mun ódýrara og styttra að ferðast til – „Fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2024 20:18

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, boðaði nýlega átak í neyt­enda­markaðssetn­ingu fyr­ir ferðamenn. Kostnaður­inn mun hlaupa á hundruðum millj­óna króna.

Aðilar innan ferðaþjón­ust­unnar hafa miklar áhyggjur af stöðunni, þar sem fjöldi ferðamanna í ár hingað til lands hefur ekki staðið undir væntingum. 

Spá Ferðamála­stofu um áætlaðan fjölda ferðamanna hingað til lands árin 2024 til 2026 ger­ir ráð fyr­ir færri ferðamönn­um en lagt var upp með í árs­byrj­un.

Það er ekki á stöðuna bætandi þegar breskir miðlar fjalla í dag um hið „Nýja Ísland“ sem er eins og eitthvað „úr sögubók“  og flugið kostar innan við 100 pund eða undir 18.000 krónum. 

Í grein Metro er nefnt að Ísland er frægt fyrir náttúrulaugar og norðurljósin og því vinsæll áfangastaður ferðamanna. Landið sé hins vegar einnig frægt fyrir hátt verðlag og mikinn fjölda ferðamanna, og þannig fengið metfjölda ferðamanna árið 2023, 2,2 milljónir gesta.

Annað sé upp á peningnum í Færeyjum, sem hyllt er sem „nýja Ísland“ sem bjóði einnig upp á magnað landslag og stemningu líkt og Ísland.

„Og að komast þangað varð bara svo miklu auðveldara,“ þar sem flogið sé út ágúst frá Gatwick flugvellinum í London til Vagar-flugvallar á þriðjudögum og laugardögum og tekur ferðin aðeins tvær klukkustundir og 10 mínútur, en áður hefði þurft að millilenda annað hvort í Kaupmannahöfn eða Edinborg.

@pshepfpv Exploring the edge of the world #fpvdrone #faroeislands #dronestagram ♬ Reflections on a Hero – Trevor Morris

Farið er yfir hvað ferðamaðurinn geti gert í Færeyjum og hvað sé vinsælast að gera samkvæmt umsögnum á TripAdvisor. Bent er á að myndin No Time To Die um njósnara hennar hátignar, James Bond, var tekin upp á Kalsoy-eyju. Aðdáendur geta jafnvel bókað ferð til að skoða tökustaði myndarinnar.

Metro segir ferðamann hafa fagnað ferðum um Færeyjar og sagt þær betri en Ísland. Landslagið hafi verið meira töfrandi en á Íslandi og kyrrðin og næðið meira.

Einnig er fjallað um hvernig á að ferðast um Færeyjar, hvernig á að komast til Færeyja og hvar sé hægt að gista.

Athygli er vakin á málinu í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, sem lætur sig varða um málefni tengd ferðaþjónustunni hérlendis.

„Aumingja Færeyjar, fá ekki að þekkjast undir nafni einu sinni, bara ódýra Ísland,“ 

segir kona ein í athugasemd. Annar bendir á að sé fargjaldið jafn lágt og sagt er, 100 pund, séu Færeyjar ekki að fá mjög verðmæta ferðamenn.

„Mjög fallegt í Færeyjum. En flug þangað er fjarska takmarkað,“ segir Egill Helgason umsjónarmaður Kiljunnar og samfélagsrýnir. 

Hinrik Ólafsson leikari tekur undir orð Egils: „Færeyjar eru stórkostlegar og heimamenn ennþá betri miklu betri en náttúruleg skilyrði. Þeir sem flogið hafa á Vágar flugvöllinn, eina flugvöll Færeyja og heim aftur…..lenda stundum í því að geta ekki lent eða tekið á loft….allan ársins hring….vegna veðurskilyrða. Það getur verið tefjandi og taugandi fyrir sauðsvartan almúgann í UK og fleiri,“  segir Hinrik sem segist hafa reynt það með ferðamannahóp að komast ekki frá Grænlandi vegna veðurs og það jafnvel í nokkra daga.„En þið ættuð að vita hvernig ferðamaðurinn sem ekki er vanur sliku breytist í umgengni og umsögn.“ 

Þetta er því eitt af því sem ferðamenn sem hyggjast á ferðir til annarra landa þurfa að hugsa út í, það er ekki nóg að farmiðinn þangað sé ódýr ef maður kemst ekki heim aftur, þegar maður vill og á bókað far.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Í gær

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Í gær

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð