fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Al-Jamal-fjölskyldan á Gaza var velmetin – Heima hjá fjölskyldunni var ekki allt sem sýndist

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júní 2024 04:04

Ahmed og Abdullah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 73 ára læknir, Ahmad Al-Jamal, var virtur læknir og sonur hans, Abdullah, var blaðamaður sem hafði vakið athygli með umfjöllunum sínum. Þeir bjuggu saman í Nuseirat á Gaza ásamt eiginkonu Abdullah, Fatma, og börnum þeirra.

En það var ekki allt sem sýndist varðandi fjölskylduna því heima hjá henni fóru fram hlutir sem ekki þoldu dagsljós.

Fjölskyldan var virt á Gaza þrátt fyrir að vitað væri að hún tengdist Hamas-hryðjuverkasamtökunum nánum böndum.

Ahmad rak sína eigin læknastofu þar sem hann tók á móti sjúklingum síðdegis, eftir að hann hafði lokið vakt sinni á opinberri heilsugæslustöð á Gaza. Á sinni eigin stofu tók hann að sér minni læknisverk á borð við umskurð. Hann var einnig iman í moskunni í hverfinu og var þekktur fyrir fallega rödd sína þegar hann vitnaði í Kóraninn. Þetta hefur Wall Street Journal eftir nágrönnum hans og íbúum á svæðinu.

Abdullah sást ekki mjög oft en hann hafði starfað sem talsmaður atvinnumálaráðuneytisins á Gaza en því er stýrt af Hamas. Eftir að stríðið braust út síðasta haust, starfaði hann sem lausamaður í blaðamennsku, meðal annars fyrir Palestinian Chronicle sem er staðsett í Washington D.C.

Leyndarmálið eftir vinnu

Þegar feðgarnir komu heim eftir vinnu beið hið skelfilega leyndarmál þeirra á heimilinu. Það er ekki auðvelt að leyna einhverju í Nuseirat, sem var upphaflega sett á laggirnar sem flóttamannabúðir eftir stríð Ísraels og Araba 1948. Nú er þetta orðið mjög þéttbýlt svæði og veggir í mörgum húsum eru svo þunnir að það heyrist vel þegar nágranninn hóstar.

En samt sem áður tókst fjölskyldunni mánuðum saman að leyna því að í íbúð hennar voru þrír ísraelskir gíslar geymdir. Hamasliðar námu þá á brott þegar Hamas gerði hryðjuverkaárás á Ísrael í byrjun október á síðasta ári.

Á upptöku sem ísraleski herinn birti nýlega sést hvað var á heimili fjölskyldunnar. Upptakan var gerð með búkmyndavél hermanns. Á henni sést persneskt teppi á gólfinu, sjónvarp í horninu og sófi upp við vegg og vifta fyrir framan hann.

Þeir voru vistaðir í dimmu, læstu herbergi og virtist enginn hafa uppgötvað það fyrr en ísraelskir sérsveitamenn réðust inn í húsið fyrir rúmum tveimur vikum. Húsið var síðan eyðilagt í loftárás.

Á upptökunni sjást ísraelskir sérsveitamenn ryðjast í gegnum íbúðina með byssur á lofti. Þeir finna síðan gíslana þrjá sem sitja á gólfinu, í nærfötum einum fata. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast og reyna að fela sig eða leyta skjóls bak við dýnur.

Almog Meir Jan var haldið föngnum á heimili á Gaza. Mynd:Ísraelski herinn

 

 

 

 

 

„Gíslunum var haldið föngnum af Abdullah Al-Jamal og fjölskyldu hans á heimili þeirra. Þetta er enn ein sönnunin fyrir meðvitaðri notkun Hamas-hryðjuverkasamtakanna á heimilum almennra borgara og húsum til að halda ísraelskum gíslum föngnum á Gaza,“ sagði ísraelski herinn síðar í yfirlýsingu.

Út frá ísraelsku sjónarhorni þá er þetta dæmi um að það sé Hamas sem ber ábyrgð á að 274 létust og tæplega 700 særðust í bardögum á götu úti eftir að kennsl voru borin á ísraelsku hermennina sem frelsuðu gíslana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu