fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Áhrifavaldurinn Gummi Emil dæmdur í fangelsi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2024 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Emil Jóhannsson hefur verið dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir akstur sviptur ökuréttindum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 20. júní.

Guðmundur var ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í apríl ekið bifreið á Reykjanesbraut sviptur ökuréttindum. Guðmundi var birt fyrirkall þann 10. júní og þar tekið fram að ef hann mætti ekki í dómsal gæti hann reiknað með því að fjarvist hann yrði metin sem svo að hann játaði á sig sök og að dómur yrði lagður á málið að honum fjarstöddum.

Guðmundur mætti ekki á þingfestingu og boðaði ekki forföll. Dómurinn taldi þannig sannað að hann væri sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og málið tekið til dóms. Dómari rakti að Guðmundur hafi í desember árið 2020 gengist undir sektargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna aksturs sviptur ökuréttindum. Guðmundur greiddi þá 120 þúsund króna sekt. Næst gekkst hann undir sektargerð í júní á síðasta ári vegna aksturs sviptur ökuréttindum og greiddi þá 200 þúsund króna sekt. Þar sem Guðmundur hefur nú gerst sekur í þriðja sinn fyrir sama brotið og með hliðsjón af dómvenju taldi dómari að hæfileg refsing væri 30 daga óskilorðsbundið fangelsi.

Guðmundur er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins og nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Hann hefur hvatt fylgjendur til að vekja upp víkinginn innra með sér hvetur til holls mataræðis, líkamsræktar og kaldra baða. Meðal viðskiptavina hans eru rappararnir Herra Hnetusmjör og Birnir, athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason og áhrifavaldarnir Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann er þekktur, og Birgitta Líf Björnsdóttir.

Guðmundur Emil segir í yfirlýsingu vegna málsins að hann muni sækjast eftir því að fá að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu og að hann hefði átt að gera betur.

„Það vita allir að ég hjóla útum allt. Bubbi hjólaði líka útum allt lengi. Ég elska hjóla, ég viðurkenni ég keyrði próflaus bláedrú því ég þurfti nauðsynlega að komast milli staða en var tekinn þannig ég seldi bílinn minn. Ég ætla reyna taka þetta út í samfélagsþjónustu, þar sem ég elska ekkert meira en að verða samfélaginu mínu að gagni og elska gera þetta samfélag betra eins og allir í kringum mig vita.

Þetta er mér að kenna, ég hefði átt að gera betur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla