fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

TikTok-árásir: Hópur 12-14 ára barna ofsækir Erlu og fjölskyldu hennar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2024 14:30

Mynd (Getty) tengist frétt ekki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir fjórum vikum byrjaði þetta, þá tóku þau nokkra klukkutíma í að ráðast á okkur ítrekað. Þau koma að húsinu, sparka af öllu afli í hurðina, djöflast á bjöllunni og hlaupa svo í burtu,“ sagði Erla Ríkharðsdóttir, íbúi í Grafarholti, í viðtali við Bylgjuna í morgun. Erla og fjölskylda hennar hafa orðið fyrir hatrömmu áreiti af hálfu hóps barna sem eru líklega 12-14 ára.

Þetta mál Erlu hefur verið í fréttum að undanförnu og komið hefur í ljós að athæfi barna sem herjað hafa á heimili hennar er eftirherma á æði sem gengið hefur á meðal unglinga í Florida sem taka upp slíkar árásir og birta á samfélagsmiðlinum TikTok.

Fjallað var um málið á Vísir.is í gær en Erla sagði á Bylgjunni í morgun:

„Þau gerðu þetta ítrekað, aftur og aftur og aftur, þangað til maðurinn minn fór út og talaði við þau. Þau báru allt af sér. Hann bauð þau bara í guðsbænum að hætta þessu af því við værum með veikt barn inni og annað eftir því. Þau sögðust ekkert hafa gert. Hann var ekki búinn að loka hurðinni og kominn inn aftur þegar þau réðust aftur á hurðina.“

Í síðustu viku byrjuðu ofsóknirnar aftur og þá brotnaði rúða í atganginum. Erla hefur verið í sambandi við lögreglu út af málinu og kært rúðubrotið. Aðspurð segist hún ekki vera hrædd við börnin en segir:

„Maður er svo varnarlaus gegn þessu, krakkarnir eru svo forhertir og maður getur ekkert gert.“

Hún segist enga hugmynd hafa haft um að verið væri að taka athæfið upp og birta á TikTok. „Mér datt ekki í hug neitt TikTok eða eitthvað þannig. Ég hélt kannski að við hefðum óvart gert þessum krökkum eitthvað. En ég gat ekki fundið neitt til með það.“

Erla greindi frá málnu í Facebook-hópi og þaðan rataði það í frétt á Vísir.is. Í Facebook-færslunni spurði hún hvort aðrir íbúar í nágrenninu hefðu orðið fyrir viðlíka áreiti en enginn hefur gefið sig fram.

Einnig kemur fram í viðtalinu á Bylgjunni að Erla og hennar fólk hafa ekki orðið fyrir áreiti af hálfu barnanna eftir að greint var frá málinu opinberlega.

„Þetta var algjör árás á okkur, maður var í rusli,“ sagði Erla ennfremur er hún lýsti ofbeldinu.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu