fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Hún hvarf úr sviðsljósinu eftir ósigur Trump í forsetakosningunum – Nú eru háværir orðrómar á kreiki um hana

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2024 04:01

Ivanka Trump. Mynd:U.S. Department of State

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef maður skoðar Instagram Ivanka Trump, sem er dóttir Donald Trump, þarf að fara allt aftur til 5. janúar 2021 til að finna mynd af henni með föður sínum. Þetta var daginn áður en stuðningsmenn Trump réðust á þinghúsið í Washington D.C.

Hún hefur ekki birt eina einustu mynd af föður sínum eftir þetta en það eru myndir af henni á brimbretti, í brúðkaupi á Indlandi, í New York, í skíðaferð, í Grikklandi, í París, í Egyptalandi, í Prag og enn og aftur á brimbretti.

Hún er algjörlega horfin úr sviðsljósinu. Hvað varð um Ivanka Trump?

Margir hafa velt því fyrir sér því hún var mjög áberandi í forsetatíð föður síns en eftir að hann lét af embætti, dró hún sig í hlé og hætti afskiptum af stjórnmálum.

Þess í stað lifir hún svokölluðu „þotulífi“ þar sem hún ferðast vítt og breitt um heiminn og heimsækir spennandi áfangastaði.

Þetta er mjög meðvitað hjá henni og eiginmanni hennar, Jared Kushner. „Ég elska föður minn mjög mikið. En að þessu sinni hef ég ákveðið að láta ung börn mín og einkalíf okkar sem fjölskyldu vera í forgangi,“ sagði hún fyrir tveimur árum.

Hún var líka mjög skýr í orðum eftir að ljóst var að faðir hennar ætlaði að sækjast eftir forsetaembættinu á nýjan leik. „Ég hef ekki í hyggju að hafa afskipti af stjórnmálum. Þrátt fyrir að ég elski og styðji föður minn, þá mun ég framvegis gera það utan hins pólitíska sviðs,“ sagði hún þá.

En nú eru orðrómar á kreiki um að Ivanka ætli ekki að sitja aðgerðarlaus hjá og horfa á pólitískt brölt föður síns. Yahoo News, Vanity Fair og The Guardian hafa að undanförnu birt greinar þar sem því er velt upp að Ivanka sé á leið aftur í stjórnmálin á einn eða annan hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu