fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Hólmfríður: „Þetta er ekki dagur sem ég mun gleyma í bráð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2024 07:35

Morgunblaðið. Mynd: Press.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Menn gerðu sér snemma grein fyr­ir því að staðan væri al­var­leg,“ segir Hólmfríður María Ragnhildardóttir, fréttastjóri á Morgunblaðinu, í frétt mbl.is í morgun.

Netárás var gerð á Morgunblaðið í gær með þeim afleiðingum að mikið magn gagna var tekið í gíslingu. Lá fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, niðri frá klukkan 17 í gær til klukkan 20 og þá var ekki hægt að vinna í ritstjórnarkerfi Morgunblaðsins og útsendingar K100 lágu niðri.

„Öll gögn voru í reynd tek­in og dul­kóðuð, bæði af­rit og gögn sem unnið er með dags dag­lega. Það á við um öll tölvu­kerfi Árvak­urs,“ seg­ir Úlfar Ragn­ars­son, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs Árvak­urs, í frétt mbl.is og segir hann að staðan sé grafalvarleg og eiginlega eins slæm og hún getur orðið.

Rússneskur hópur hakkara, sem kallar sig Akira, er sagður standa á bak við árásina en talið er hann hafi einnig verið á bak við árásir á tölvukerfi Háskólans í Reykjavík og tölvukerfi bílaumboðsins Brimborgar.

Hólmfríður var í vinnu í gær þegar hún fór að taka eftir hökti í tölvukerfinu upp úr hádegi. Þegar hún hafði samband við tölvudeildina voru menn nýbúnir að gera sér grein fyrir því að um netárás væri að ræða.

„Alla jafna er fá­mennt hér í Há­deg­is­mó­um á sunnu­dög­um en nú var húsið allt í einu fullt af fólki. Menn gerðu sér snemma grein fyr­ir því að staðan væri al­var­leg,“ segir Hólmfríður en blaðamenn héldu áfram vinnu sinni utan kerfis ef úr rættist. „Þetta er ekki dagur sem ég mun gleyma í bráð,“ segir hún við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu