fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Gjaldtaka hefst á morgun: Hér geturðu séð hvað þú gætir þurft að borga

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2024 14:37

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia Innanlandsflugvellir munu hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík á morgun, þann 25. júní næstkomandi.

Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að gjaldfrjáls tími á Akureyri og Egilsstöðum sé lengdur úr 5 klukkustundum  í 14 klukkustundir og þannig sé komið „myndarlega“ til móts við þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið í umræðunni um gjaldtökuna.

Bent er á það að á Reykjavíkurflugvelli verði tvö gjaldsvæði – P1 og P2. Á P1 eru fyrstu 15 mínúturnar gjaldfrjálsar en á P2 eru fyrstu 45 mínúturnar gjaldfrjálsar.

Á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum eru eitt gjaldsvæði. Þar eru fyrstu 14 klukkutímarnir gjaldfrjálsir. Eftir það leggst á gjald 1.750 kr. hvern sólarhring. Eftir sjö daga lækkar sólarhringsgjaldið niður í 1.350 kr. og eftir 14 daga lækkar það niður í 1.200 kr.

Í tilkynningunni segir að eingöngu sé hægt að greiða fyrir stæði í gegnum snjallforrit Autopay, í gegnum vefsíðu Autopay og með Parka appinu.

„Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð verður reikningur samkvæmt gjaldskrá sendur í heimabanka bíleiganda, að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi tveimur sólahringum eftir að ekið er út af bílastæðinu.“

Fram kemur að allar bílastæðatekjur renni til viðkomandi flugvallar og eru ætlaðar til rekstrar og uppbyggingar bílastæða við flugvöllinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum

Neytendastofa slær á fingur Esju Legal – Flugbætur.is veittu rangar og villandi upplýsingar og brutu gegn góðum viðskiptaháttum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi

Landsréttur staðfestir 8 ára fangelsi yfir Heiðari Erni fyrir hrottafullt og margítrekað ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Í gær

RÚV og Sýn fara yfir verkferla

RÚV og Sýn fara yfir verkferla