fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Braut gegn barni á jólanótt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. júní 2024 13:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. júní síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Atvikið átti sér stað á heimili ákærða aðfaranótt laugardagsins 25. desember árið 2022. Barnung stúlka var sofandi í rúmi sínu þegar maðurinn fór upp í rúmið til hennar og áreitti hana. Vaknaði stúlkan við þetta en maðurinn káfaði á rassi hennar utanklæða og snerti síðan og káfaði á rassi hennar og kynfærum innanklæða. Segir í ákæru að hinn ákærði hafi ekki látið af þessari háttsemi fyrr en stúlkan fór fram úr rúminu og gekk í burtu.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd barnsins er farið fram á miskabætur upp á tvær milljónir króna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“
Fréttir
Í gær

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“

„Kannski eru Íslendingasögurnar okkar hetjusögur af fólki með ofvirkni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi

Réttarhöld að hefjast yfir Dagbjörtu vegna morðsins í Bátavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu