fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Fréttir

Fjölskylda þarf að flytja í annað sinn á rúmu ári vegna myglu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. júní 2024 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda á Selfossi þarf að flytja út af heimili sínu í annað sinn á rúmu ári vegna myglu sem sett hefur líf fjölskyldunnar á hliðina. Leitar fjölskyldan nú að tímabundnum samastað þar til að endurbótum á húsnæðinu er lokið.

Geta ekki haft börnin heima af heilsufarsástæðum

Guðrún María skrifaði átakanlegan pistil á samfélagsmiðla þar sem hún fór yfir stöðu fjölskyldu sinnar og gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta. Þau væru í annað sinn á tæpu ári að pakka því litla niður sem þau telja að hafi ekki orðið myglugróum að bráð og henda svo því sem eftir er að búslóðinni.

„Fyrir þig sem átt þak yfir höfuðið . Hugsaðu vel um það ! Hlúðu að því og passaðu upp á það. Það er eina viðhaldið sem þú þarf í lífinu. Í annað sinn á innan við ári erum við að pakka niður því litla sem þorum og vogunm okkur.. og HENDA rest. Í annað sinn á innan við ári eigum við heima í húsi með myglu sem setur allt okkar á hliðina . Í annað sinn á innan við ári getum við ekki haft börnin okkar heima af heilsufarsástæðum . Í annað sinn erum við að verða fyrir fjárhagslegu tjóni sem þó allt er bætanlegt , tilfinningatjónið er sárara. Að sjá á eftir hlutum sem í búa minningar og okkur þykir undur vænt um … en við sköpum nýjar minningar,“ skrifar Guðrún María.

Í annað skiptið á einu ári hefur Guðrún María þurft að flýja heimili sitt vegna myglu

Það versta við ástandið sé þó heilsufarslega tjónið sem flestir fjölskyldumeðlimir hafi þurft að upplifa.

Glíma við ýmsa kvilla og veikindi

„Börnin með útbrot , hárlos og endalausar flensur, pabbinn á heimilinu einhvern veginn flottastur og finnur ekki fyrir neinu þar sem hann tekur lyf að staðaldri sem er víst sterk vörn við mygluskrímslinu (en tekur samt allan þungan af dramadrottningunni mér)..og svo er það mamman ! Þessi sem missti heilsuna fyrir rúmu ári og skilur núna af hverju ekkert gengur að ná henni til baka . Þessi sem klórar sér til blóðs og heldur ekki augunum opnum fyrir sviða. Þessi sem man ekkert og heldur flesta daga að hún sé að fá heilablóðfall , þar sem hún finnur oft ekki réttu orðin og á erfitt með að halda uppi samræðum,“ skrifar Guðrún María.

Hún segir áhrif myglunnar meðal valdi bæði óöryggi og skömm sem geri það að verkum að hún hafi einangrast frá öðrum. Hún þjáist af vefjagigt og hafi þróað með sér ofurnæmni við myglunni sem gerir það að verkum að allir kvillar ýfast upp og geri hana örmagna. Hún eigi í mesta basli við að komast í gegnum vinnudaginn, verði lafmóð við það eitt að vera til og vaknar úrvinda á morgnanna eftir svefnlausar nætur.

Hvetur fólk til að huga vel að heimilum sínum

Guðrún María segist bjartsýn á að heilsan komi tilbaka en ástandið sé ömurlegt á meðan þessar hamfarir ganga yfir .„Ég veit að lífið gæri verið verra . Ég veit að ég á ekki mest bágt en þó ég reyni á ég samt stundum gasalega bágt, er lítil í mér, fæ frekjukast og er dramatísk en það má! Og svo verður allt betra,“ segir Guðrún María.

Af biturri reynslu hvetur hún fólk, sem á þak yfir höfuðið, að huga vel að viðhaldi og hlúa að heimilum sínum. Taka þurfi strax á rakavandamálum eða gruni um leka. Í fæstum tilvikum ekka tryggingar hið fjárhagslega tjón sem verður af mygluvandamálum og hvað þá heilsufarslega tjónið sem blossað getur upp hjá heimilisfólki.

Fjölskyldan hefur fengið afnot af gömlum sumarbústað til skamms  tíma en er á höttunum eftir heppilegri dvalarstað á meðan að endurbætur á húsnæði þeirra standa yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Autt bílaleiguhús á Keflavíkurflugvelli vekur undrun

Autt bílaleiguhús á Keflavíkurflugvelli vekur undrun
Fréttir
Í gær

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“

84 ára karlmaður fær 2 ára skilorð fyrir káf í sundi – Sagði atvikið „venjuleg pottferð“