fbpx
Laugardagur 29.júní 2024
Fréttir

Beit „talsvert stóran bita“ úr eyra manns á skemmtistaðnum Kiki

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. júní 2024 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í dagbók sinni í morgun að tveir voru í nótt handteknir eftir stórfellda líkamsárás þar sem meðal annars var bitið eyra af manni.

Nú hefur lögregla gefið skýrari mynd af atvikinu en í samtali við Vísi segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hverfisgötu, að átökin hafi átt sér stað rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og ekki hafi verið um slagsmál að ræða heldur líkamsárás þar sem tveir ráðast á einn.

„Það eru slagsmál þarna þar sem tveir ráðast að einum og enda á því að einn gerandinn bítur í annað eyra þolandans. Hann bítur talsvert stóran bita úr eyranu.“

Þolandinn er ekki alvarlega særður, fyrir utan að hafa tapað hluta úr öðru eyra, en viðkomandi er þó marinn og aumur. Átökin hófust að sögn lögreglu með orðaskaki sem endaði með framangreindum hætti.

Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við mbl.is að atvikið átti sér stað inni á salerni á skemmtistaðnum Kiki. Gerendur og þolandi séu allir karlmenn í kringum fimmtugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gauti gáttaður á umræðunni – „Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar“

Gauti gáttaður á umræðunni – „Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Krefjast vaxtalækkunar tafarlaust

Krefjast vaxtalækkunar tafarlaust
Fréttir
Í gær

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni

Hörður Ellert Ólafsson sakfelldur fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti: Ásgeir Þór fær 5 ár fyrir tilraun til manndráps

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti: Ásgeir Þór fær 5 ár fyrir tilraun til manndráps
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf heppni að fylgja fæðingarorlofi? – „Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar“

Þarf heppni að fylgja fæðingarorlofi? – „Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna mun flagga áfram 26. júní þó Guðni láti af embætti – Þetta er ástæðan

Anna mun flagga áfram 26. júní þó Guðni láti af embætti – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september

Stóra fíkniefnamálið: Hópurinn sagður hafa starfað í um fimm ár – Afskipti lögreglu hófust í september
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bátavogsmálið: Sársaukaóp hins látna hljómuðu í dómsal

Bátavogsmálið: Sársaukaóp hins látna hljómuðu í dómsal