fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fréttir

Mikil reiði á Ítalíu útaf hræðilegum dauða farandverkamanns – „Þetta er ómannleg villimennska“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. júní 2024 10:00

Staða og réttindi farandverkamanna eru víða í ólestri Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðað hefur verið til mótmæla á Ítalíu eftir að indverskur farandverkamaður lést í vikunni. Hinn 31 árs gamli Satnam Singh starfaði sem verkamaður á bóndabýli skammt frá Róm en í byrjun vikunnar lenti hann í hræðilegu slysi þegar hendi hans festist í plastpökkunarvél á bænum. Afleiðingarnar urðu þær að Singh missti hægri handlegg sinn auk þess að brjóta fjölmörg bein í líkama sínum. Í stað þess að koma honum undir læknishendur var Singh keyrt að gististað sínum og síðan skilinn eftir úti á vegi.

Þegar hann loks var fluttur á spítala var orðið of seint að bjarga lífi hans og lést hann síðastliðinn miðvikudag. Eigandi bóndabýlisins Antonello Lovato á nú yfir höfði sér ákæru fyrir að manndráp og að hafa ekki aðstoðað stórslasaðan mann.

Ódæðið hefur vakið mikla reiði á Ítalíu og varpað kastljósinu á bágborna stöðu farandverkamanna í landinu en réttindi þeirra eru oft fótum troðin. Hefur meðal annars komið í ljós að Singh var ekki með atvinnuleyfi í landinu.

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Mynd/Getty

Forsætisráðherra Ítalíu, Giorgia Meloni, er meðal þeirra sem hafa fordæmt gjörðir Lovato.

„Þetta er ómannleg villimennska sem ítalska þjóðin líður ekki og ég vona að þeim sem bera ábyrgð verði refsað grimmilega,“ sagði Meloni í yfirlýsingu.

Faðir Lovato sagði son sinn bíða eftir því að geta tekið til varna og að öll kurl væru ekki komin til grafar varðandi það hvernig Singh lét lífið.

Verkalýðsfélög ytra hafa boðað til mótmæla á næstu dögum og liður í þeim verða tveggja klukkustunda verkfall. Hefur verið kallað eftir því að tækifærið verði nýtt til að gera nauðsynlegar úrbætur á stöðu og réttindum verkamanna í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara