fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fréttir

Kisa í lífshættu eftir að hafa lent í gildru: „Þetta er svo ógeðslegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júní 2024 07:26

Mynd: Villikettir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacobina Joensen, formaður dýraverndunarfélagsins Villikettir, fordæmir einstaklinga, sveitarfélög og félagasamtök sem koma fyrir minkagildrum til að losna við ketti og minka.

Á Facebook-síðu félagsins í gærkvöldi birtist færsla varðandi kött sem lenti í slíkri gildru.

„Rétt eftir hádegi í dag fengum við símtal frá manni sem var við Sorpu í Gufunesi. Það hafði leitað til hans kisa sem var með minkagildru fasta um fótinn á sér. Kisan er í lífshættu, fóturinn er möl brotinn og þarf fjarlægja hann,“ segir í færslunni.

Bent er á það að enn einu sinni slasast kisa lífshættulega vegna minkagildru sem sett er út af meindýraeyði, eftirlitslaus og óvarin gildra svo önnur dýr komast í hana.

„Gildran var fest niður með bandi sem kisa gat slitið og þar sem þetta er gæf kisa þá leitaði hún sér hjálpar hjá mannfólkinu. Ef um vergangs- eða villikött hefði verið að ræða þá hefði hann falið sig og dáið hægum, kvalafullum dauðdaga af sárum sínum.“

Félagið segir óskiljanlegt að svona gildrur, sem hannaðar eru til að meiða dýr, séu enn leyfðar á Íslandi. „ÞESSU VERÐUR AÐ BREYTA!,“ segir í færslunni.

Í athugasemdum undir færslunni taka margir undir gagnrýnina, jafnvel einstaklingar sem hafa misst dýrin sín í slíkar gildrur.

„Kötturinn minn var drepinn í svona gildru og maðurinn sem átti hana fargaði honum bara og hefur enn ekki sagt mér hvað hann gerði við hann.. þetta er svo ógeðslegt! Og MAST var svo sléttsama að þau svöruðu ekki einu sinni tölvupóstunum frá mér,“ segir til dæmis í einni. Í annarri segir: „Labradorhundurinn minn fékk svona utan um kjaftinn á sér, tapaði mörgum tönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara