Fleiri tölur hafa bæst við í forsetakosningunum 2024. Halla Tómasdóttir var með örugga forystu eftir fyrstu tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Nú hafa bæst við aðrar tölur úr Norðausturkjördæmi þar sem nú er búið að telja 9.000 atkvæði og einnig fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi-Suður þar sem talin hafa verið 22.166 atkvæði. Enn er Halla með nokkuð örugga forystu en munurinn hefur minnkað eilítið á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur.
Á landinu öllu er búið að telja tæplega 41.000 atkvæði. Halla Tómasdóttir leiðir með 34,6 prósent atkvæða.
Fylgi annarra frambjóðenda stendur nú þannig.
Katrín Jakobsdóttir 25,7 prósent
Halla Hrund Logadóttir 14,6 prósent
Jón Gnarr 10,2 prósent
Baldur Þórhallsson 8,5 prósent
Arnar Þór Jónsson 5 prósent
Aðrir frambjóðendur eru enn með minna en 1 prósent