Eiríkur Ingi Jóhannsson setti met yfir fæst atkvæði forsetakosningum frá upphafi, aðeins 96 talsins. Helga Þórisdóttir var einnig undir fyrra meti.
Metið átti Hildur Þórðardóttir í forsetakosningunum árið 2016. En hún fékk 294 atkvæði í þeim kosningum.
Eiríkur Ingi sló því fyrra met með nokkrum yfirburðum. Fékk hann 14 atkvæði í Reykjavík norður, 23 í Reykjavík suður, 16 í Suðvesturkjördæmi, 21 í Suðurkjördæmi, 11 í Norðausturkjördæmi og 11 í Norðvesturkjördæmi.
Helga Þórisdóttir fékk einnig færri atkvæði en Hildur fékk en munurinn var minni. Helga fékk 261 atkvæði.
Fjórir aðrir frambjóðendur voru undir meðmælafjöldanum. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fékk 1357 atkvæði, Ástþór Magnússon 453, Ásdís Rán Gunnarsdóttir 387 og Viktor Traustason 380.