fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins reiður yfir úrslitunum – „Hvað þá látið sig þjóðmál varða að neinu markverðu leyti nema ef til þess telst að gefa út myndabækur með sjálfu sér“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2024 10:30

Guðfinnur er einarður stuðningsmaður Katrínar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og einarður stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttir, skrifar langa færslu um niðurstöður forsetakosninganna á samfélagsmiðlum. Hann er miður sáttur við úrslitin.

„TAKTÍKIN VANN – HALLÆRISLEGT ER ÞAГ er yfirskrift færslunnar hjá Guðfinni, sem er hárgreiðslumaður og fyrrverandi fjölmiðlamaður.

Guðfinnur segir úrslitin sér djúp vonbrigði og eiginlega slökkvi á dvínandi þjóðmálaáhuga hans. Segir hann vegferð þjóðmálanna á síðustu árum hvorki vitræna né rökhyggna af hálfu kjörinna fulltrúa í stórum stíl eða stórs hluta almennings sem þjáist af krónískri sundurlyndisþráhyggju.

„Mér fannst hins vegar forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur hafa burði til að halda á nýjan leik í réttari og uppbyggilegri átt fyrir samfélagið. Áfram finnst kjósendum best að halda í óvissuferð með veigamestu embætti landsins og velja frambjóðendur sem það í raun ekki þekkir eða hafa nauðsynlega reynslu og vigt sem byggjandi er á. Hvað þá látið sig þjóðmál varða að neinu markverðu leyti nema ef til þess telst að gefa út myndabækur með sjálfu sér og margtuggnum sjálfshjálparsannleik,“ segir Guðfinnur í færslunni.

Allt fólk sem hafi látið sig þjóðmálin varða og helgað sig þeim af þunga í störfum og tekið erfiðar ákvarðanir fái á sig stimpil spillingar og illvilja og um þær séu spunnar samsæriskenningar.

Klára fólkið í embættismannakerfið

Nefnir Guðfinnur að á Alþingi sé þingmannaveltan orðin slík að fæstir þingmenn telji starfsaldur í tveggja stafa tölum. „mögulega enginn slíkur verður þar eftir þegar annar léttvigtarforsetinn í röð setur þing að loknum næstu þingkosningum með loftkenndri Dale Carnegie-ræðu sem vafalaust mun heilla markþjálfa og áhrifavalda á Instagram enda er öll „stjórnmálaumræða” í örskeytastíl, fjölmiðlar með ríkismiðilinn í fararbroddi sækjast eftir léttpoppuðu frægðarfólki á kostnað málsmetandi í umræðuþætti sem hríðfalla í áhorfi/hlustun og helsta framlag þjóðhöfðingjans til að allt falli í kramið hjá hávaðaliðinu er að keppa við alþýðuna í alþýðlegheitum,“ segir hann. „Eins og að bíða í röð á KFC, svo aðeins eitt sé nefnt sem hefur tekið þetta embætti, sem mér er mjög annt um, niður í linnulausan kjánahroll.“

Segir hann ástandið þannig núna að klára fólkið fari í stöðurnar sem hin raunverulegu völd liggi, í embættismannakerfinu sem vaxi hratt. Embættismenn þurfi engu að svara almenningi eða sýndarstjórnmálamönnum.

Lýðræðið orðið sápuópera

„Ég hef verið viðloðandi stjórn- og félagsmál frá menntaskólaaldri, bæði unnið fyrir framboð og verið í framboði. Oft átt sigurstundir en líka fengið að upplifa nauðsynlegan skerf af tapi. Alltaf er það súrt en lærdómsríkt og svo heldur maður áfram. Við þær aðstæður hefur mér jafnan fundist sjálfsagt að óska mótherjum til hamingju og virða lýðræðislega niðurstöðu. Þótt ég hafi til dæmis ekki verið R-listamaður þá hef ég alltaf borið virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og efaðist hvorki um reynslu hennar, hæfni né getu þegar hún gegndi embætti borgarstjóra og fannst hún gefa því embætti réttmæta vigt og vera traustvekjandi leiðtogi – þótt pólitík hennar væri önnur en mín. Sama get ég sagt um Ólaf Ragnar,“ segir Guðfinnur. „Núna í kvöld aftur á móti finn ég fyrir tómlæti því langhæfasti frambjóðandinn naut hvorki sannmælis né var skákað af jafningja. Eins og Ólafur Þ. sagði réttilega, fólk kaus taktískt. Ekki með heldur gegn. Engin önnur innistæða var fyrir risastökki Höllu á síðustu vikunni. Lýðræðið er orðið eins og sápuópera á samfélagsmiðlaöld, þess vegna þetta tómlæti mitt.“

Óskar hann hins vegar þeim sem studdu Höllu Tómasdóttur til hamingju með árangurinn og óskar henni sjálfri hamingju og velfarnaðar í starfi.

„Takist henni að sanna erindi sitt í verki og gera forsetaembættið ekki endanlega marklaust heldur nota það rétt með þeim þunga sem því var ætlað við Lýðveldisstofnunina, þá skal ég fyrstur manna hrósa henni fyrir það og endurmeta afstöðu mína.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“