fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fréttir

Opnar þú stafræna pósthólfið reglulega? – Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þú gerir það ekki

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hvetur fólk til að kíkja reglulega inn á vefinn island.is, að hans sögn geti það haft alvarlegar afleiðingar ef fólk opnar ekki pósthólf sitt þar.

Viðskiptablaðið fjallar um málið í dag. Þann 12. október 2023 tóku nýjar reglur gildi og nú teljast gögn sem hafa verið gerð aðgengileg í pósthólfi á Stafrænt Ísland birt viðtakanda. Það er ekki nauðsynlegt að einstaklingur skrái sig inn á pósthólf sitt og lesi gögnin sem þar eru, heldur teljast gögnin birt frá og með því tímamarki sem þau voru gerð aðgengileg í pósthólfinu.

Breki segist fagna breytingunum sem slíkum, en gagnrýnir innleiðingarferlið sem hann segir forkastanlegt. Segir hann Neytendasamtökin hafa vitneskju um að úrskurðað hafi verið í máli máli hjá fólki sem vissi ekki einu sinni að það væri með mál til meðferðar.

„Stærsti hluti samfélagsins er ekki hangandi inni á island.is á hverjum degi en nú er komin upp sú staða að einstaklingur gæti fengið mikilvæg gögn send þangað inn. Ef sá einstaklingur hefur ekki sjálfur valið þann eiginleika að fá tilkynningu með SMS-skeyti þá hanga gögnin þar inni og eru svo úrskurðuð fyrir einstaklinginn þar sem hann „vanrækti“ skilaboðin sem hann vissi ekki einu sinni að hann væri með,“ segir Breki við Viðskiptablaðið.

Í svari frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að birt hafi frétt um samþykkt þeirra á vef Stjórnarráðsins og jafnframt hafi verið birt tilkynning þegar sett var reglugerð um framkvæmd laganna. Samkvæmt innleiðingaráætlun sé gert ráð fyrir að skylda til birtingar með pósthólfinu í áföngum út árið 2024. Lögð hafi verið áhersla á að þeir opinberu aðilar sem  noti pósthólfið beri ábyrgð á að notkun þess sé í samræmi við þau lög sem gilda í starfseminni og að upplýsa einstaklinga um að tilkynningar verði eftir innleiðinguna sendar í pósthólfið.

Breytingar sem varða mikla hagsmuni neytenda

Breki segir að stórar breytingar sem þessar, sem geta varðað mikla hagsmuni neytenda, verði að vinna vel og innleiða í smáum skrefum.

„Það er til dæmis lágmark að málið sé kynnt almenningi vel og rækilega. Auglýsing í stjórnartíðindum gerir ekkert fyrir venjulegt fólk. Fæst fylgjumst við reglulega með island.is og því væri almenn kurteisi að láta fólk vita þegar það fær mikilvæg skjöl í pósthólfið sem það þarf að bregðast við. Slík tækni er til og er tiltölulega einföld. Þá þarf að huga sérstaklega að því að viðkvæmir hópar verði ekki út undan, bæði hvað varðar kynningu og aðgengi í pósthólfinu. Þetta er bara skólabókardæmi um það hvernig eigi ekki að innleiða kerfisbreytingar.“

Nánar er fjallað um  aðdraganda þessara breytinga í Viðskiptablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara