fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Ýmsar ástæður fyrir svitakófi á næturnar – Þykk náttföt, jalapeno, sterar eða malaría

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. júní 2024 17:30

Það getur verið mjög óþægilegt að svitna í svefni. Mynd/OpenArtAI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vakna upp í svitakófi getur valdið fólki ótta, sérstaklega ef það hefur aldrei komið fyrir áður. Ýmsar ástæður geta legið að baki og brýnt að komast að því hvað sé að valda. Líkaminn er ekki að starfa eins og hann á að gera.

Um nætursvita er fjallað í grein í tímaritinu Time. Ýmsar ástæður eru þar nefndar sem geta skýrt nætursvita.

Sjúkdómar eða breytingaskeið

Ofhitnun er ein af þekktustu einkennum breytingaskeiðsins. Því er ekki óeðlilegt að svitna mikið og þessi sviti getur komið fram á næturnar.

En svitakóf getur einnig tengst sjúkdómum eða kvillum. Svo sem taugasjúkdómum eða breytingum á starfsemi skjaldkirtilsins. Þá geta svitakóf um nætur einnig verið afleiðing sýkingar, svo sem af völdum malaríu eða berklum.

Kæfisvefni gæti einnig verið um að kenna. Rannsóknir sýna að fólk sem hrjáist af kæfisvefni sé þrefalt líklegra til þess að svitna mikið um nætur.

Lyfjasviti

Mörg lyf geta valdið því að fólk svitni á næturnar. Meðal annars þunglyndislyf, hormónar, sykursýkislyf og sterar.

Ef fólk er að taka lyfseðilsskyld lyf sem valda óþægindum er hægt að tala við lækni og reyna að stilla lyfin betur af eða að fá sams konar lyf sem innihalda ekki þessar aukaverkanir.

Matarsviti

Ýmis matvæli geta valdið því að fólk svitnar. Sérstaklega má nefna mjög kryddaðan mat. Að borða jalapeno pizzu eða wasabi hnetur rétt fyrir svefninn er kannski ekki mjög sniðugt vilji maður forðast að vakna í svitabaði.

Annar algengur svitavaldur er áfengi. Að drekka áfengi fyrir svefninn getur verið ávísun á svitakóf.

Streitusviti

Þetta kemur kannski ekki á óvart. Margir kljást við streitu og kvíða sem valda alls konar einkennum. Meðal annars þörf til að komast úr aðstæðum með barningi eða flótta (fight or flight). Þetta hrærir í taugakerfinu á okkur, meira að segja þegar við sofum. Ef við erum áhyggjufull er líklegra en ekki að við svitnum á næturnar.

Sérfræðingar mæla með því að fólk sem er að kljást við streitu og kvíða rói sig niður fyrir svefninn. Það er stundi hugleiðslu eða fari í langt bað með ilmsöltum.

Kannski er það rúmið sjálft

Kannski er það ekki þú sem ert vandamálið heldur rúmið sem þú liggur í. Mestu máli skiptir að nota lífræn rúmföt, sem anda vel, en ekki gerviefni. Einnig skiptir máli að rúmfötin séu þægileg, því að hrjúf rúmföt eru líklegri til þess að valda óþægindum og þar af leiðandi svita.

Dýnan sjálf gæti einnig verið vandamálið. Hvað fólki finnst þægilegt er misjafnt, það er mjúkt eða stinnt. Þá geta þéttar dýnur einnig haldið í sér hita.

Ýmislegt annað í umhverfinu gæti einnig verið um að kenna. Svo sem náttfötin sem þú klæðist eða jafn vel hitastillingin í herberginu.

En hvenær er æskilegt að fólk fari og tali við lækni út af nætursvita? Að minnst kosti er gott að gera það þegar nætursvitinn er farinn að trufla nætursvefninn og valda óþægindum um nætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur