fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Steingrímur um vanda VG: „Umhugsunarefni fyrir lýðræðið“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. júní 2024 13:30

Steingrímur J. Sigfússon Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður og ráðherra VG til fjölda ára, segir að verið sé að hegna flokknum fyrir að vera í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn.

Þetta segir Steingrímur í nýjasta tölublaði Heimildarinnar en þar er ítarlega fjallað um vanda VG. Flokkurinn mælist með innan við fimm prósenta fylgi og næði ekki einu sinni manni inn ef gengið yrði til kosninga í dag.

„Það sem ég hef mestar áhyggjur af og er umhugsunarefni fyrir lýðræðið er að ef þetta er að verða reglan: Að mönnum sé hegnt fyrir það að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum eftir að hafa verið kosnir til að stjórna,“ segir Steingrímur við Heimildina en veltir því hins vegar upp hvort flokkar eigi þá bara að sleppa því.

„Er þá aðferðin sú að axla aldrei ábyrgð, fara aldrei í  ríkisstjórn, taka aldrei að sér nein erfið eða óvinsæl hlutverk,“ spyr hann.

Steingrímur er þeirrar skoðunar að flokkurinn hafi tekið rétta ákvörðun með að fara í ríkisstjórnarsamstarf árið 2017 og komið mörgum góðum málum til leiðar.

„Til hvers eru flokkar, bara til að þeir lifi fyrir sig sjálfa og hafi það gott í skoðanakönnunum eða eru þeir til að gera eitthvert gagn? Til hvers er fólk á þingi? Er það bara þar til að hirða launin sín eða til að þjóna landinu og gera eitthvert gagn? Ef maður hefur góða sannfæringu fyrir því og finnst að menn hafi gert ýmislegt  þá fara bara kosningar eins og þær fara. En eftir stendur alltaf það að VG hefur gert  ótrúlegt gagn á þessum tveimur ríkisstjórnartímabilum sínum og það er auðvelt að  þylja það upp,“ segir hann við Heimildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar