fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Skólp og saur á 48 sóðalegustu spænsku ströndunum – 2 eru á Tenerife

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. júní 2024 17:30

Gran Canaria sleppur undan listanum en tvær strendurnar eru á Tenerife. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfisverndarsamtök sem kallast Ecologists in Action, eða Vistfræðingar í verki, hafa listað upp 48 strendur á Spáni sem ferðalangar og aðrir beri að varast. Þetta eru sérlega mengaðar strendur, þar sem má meðal annars finna skólp, saur, bleyjur, blautklúta og annan ófögnuð.

Samtökin eru í raun regnhlífarsamtök fyrir yfir 300 umhvefisverndarhópa. Skrifuðu þau ítarlega skýrslu um ástandið af mörgum af vinsælustu ströndum Spánar. Strendur á Kanaríeyjum eru sérstaklega nefndar til sögunnar.

„Eitt af stærstu vandamálunum er túristavæðing strandanna og aukið þéttbýli. Þetta er vandamál sem hrjáir Kanaríeyjar hvað verst,“ sagði talsmaður samtakanna.

Segja samtökin að stjórnmálamenn taki hagsmuni fyrirtækja fram yfir hagsmuni almennings hvað þetta varðar. Stjórnmálamenn gorti sig af brjálæðislegum tölum yfir fjölda ferðamanna á meðan heimamenn væru að kljást við fátækt og atvinnuleysi. Vistspor Kanaríeyja væri sambærilegt við staði sem eru 27 sinnum stærri að flatarmáli.

Sem dæmi er nefnt að á Tenerife sé 57 milljón lítrum af skólpvatni veitt út í hafið á hverjum degi. Þetta er sambærilegt við 17 ólympíuleika sundlaugar af menguðu vatni.

Þetta eru hinar 48 sóðastrandir á Spáni:

  1. La Farella, Girona, Katalóníu
  2. Ýmsir strandbútar við Costa Brava, Girona, Katalóníu
  3. Comarca del Maresme, Barcelona, Katalóníu
  4. Sant Adria del Beso, Barcelona, Katalóníu
  5. Camino de Ronda, Tarragona, Katalóníu
  6. Playa de la Pineda, Tarragona, Katalóníu
  7. Playa de L´Estany-Capicorb, Castellon, Valencia
  8. Playa de Burriana, Castellon, Valencia
  9. Strandbútar í Parque Natural de l´Albufera, Valencia
  10. Puerto de Valencia, Valencia
  11. Barranco y playa del Amerador, Alcant, Valencia
  12. Playas de Cap l´horta, Albufera, Valencia
  13. Mar Menor, Murcia
  14. Portman Bay og Sierra Minera, Murcia
  15. Playa Quitapellejos-Palomares, Almeria, Andalúsíu
  16. Playa de El Lancon en Carboneras, Almeria, Andalúsíu
  17. Playa de Castell de Ferro, Granada, Andalúsíu
  18. Playa Granada y Poniente, Granada, Andalúsíu
  19. Playas de Malaga, Malaga, Andalúsíu
  20. Coast of Malaga, Malaga, Andalúsíu
  21. Tarifa, Cadiz, Andalúsíu
  22. Costa de Trafalgar, Cadiz, Andalúsíu
  23. Huelva á, Huelva, Andalúsíu
  24. El Portil, Huelva, Andalúsíu
  25. Aldan River, Pontevedra, Galisíu
  26. Arousa á og Pontrevedra á, Pontevedra, Galisíu
  27. Minera de Galicia, A Coruna, Galisíu
  28. Pereiro á og Ramisquiera á, A Coruna, Galisíu
  29. Alcona tjörn, Lugo, Galisíu
  30. Galisíuströnd, Lugo, Galisíu
  31. Figueres höfn, Asturies
  32. Villaviciosa, Asturies
  33. Playa de Usgo, Cantabria
  34. San Roman de la Llanilla, Cantabria
  35. Lamiako fen, Bizkaia, Baskalandi
  36. Gernika og Murueta, Bizkaia, Baskalandi
  37. Santa Clara eyja, Gipuzkoa, Baskalandi
  38. La Concha eyja, Gipuzkoa, Baskalandi
  39. Cala Xarraca, Ibiza
  40. Playa de Talamanca, Ibiza
  41. Melilla höfn, Melilla
  42. Melilla flói, Melilla
  43. Monte Hacho, Ceuta
  44. Playa de Desnarigado, Ceuta
  45. Playa Blanca, Lanzarote, Kanaríeyjum
  46. Corralejo Dunes, Fuerteventura, Kanaríeyjum
  47. La Tejita, Adeja, Tenerife, Kanaríeyjum
  48. Norðurströndin, Tenerife, Kanaríeyjum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt