fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Norðurvígi skilgreind sem hryðjuverkasamtök – Með starfsemi í Reykjavík og Akureyri

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. júní 2024 11:30

Meðlimir Norðurvígis á Lækjartorgi. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa skilgreint nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök. Samtökin hafa haft starfsemi hér á Íslandi, bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Norðurvígi (Nordic Resistance Movement) eru samtök sem stofnuð voru í Svíþjóð en hafa haft starfsemi á öllum Norðurlöndunum. Íslandsdeildin var stofnuð árið 2016 en samtökin eru sterkust í Svíþjóð.

Samtökin hafa komist í fréttir hér á landi þegar þau hafa reynt að breiða út sinn boðskap um útlendinga og kynþáttahatur. Meðal annars hefur bleðlum verið dreift í hús og plaggöt hengd á veggi. Mest áberandi voru samtökin þegar nokkrir meðlimir komu hingað til lands og tóku sér stöðu á Lækjartorgi.

Á Norðurlöndunum hafa liðsmenn Norðurvígis oft komist í fréttir vegna ofbeldis. Árið 2019 voru samtökin bönnuð í Finnlandi. En þar hafði meðlimur Norðurvígis stungið 12 ára barn af erlendum uppruna með hnífi í verslunarmiðstöð.

Sjá einnig:

Nýnasistar láta að sér kveða á Norðurlandi

Í gær, föstudag, voru samtökin opinberlega skilgreind sem hryðjuverkasamtök af bandaríska innanríkisráðuneytinu. Einnig nokkrir af helstu leiðtogunum, það er Tor Fredrik Vejdeland, Par Oberg og Leif Robert Eklund. Borið hefur á því að meðlimir Norðurvígis hafi myndað tengsl við nýnasistahópa í Bandaríkjunum.

„Meðlimir hópsins og leiðtogar hans hafa ráðist með ofbeldi á pólitíska andstæðinga sína, mótmælendur, blaðamenn og aðra sem þeir líta á sem óvini sína,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Er þetta hluti af stefnu Biden stjórnarinnar í að takast á við öfgahópa af meiri hörku en áður.

 

Mynd: Eyþór Árnason

 

Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir