fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Klúður lögmanns sem mætti ekki í dómsal

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2024 14:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birtur hefur verið dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp fyrir 10 dögum, í máli Olís gegn fyrirtækinu Abíl ehf. Stefndi Olís fyrirtækinu til greiðslu skuldar vegna vöruúttekta, alls 1,6 milljón króna auk dráttarvaxta. Þar sem lögmaður Olís mætti hins vegar ekki við fyrirtöku málsins var það fellt niður.

Í dómnum segir að forsvarsmaður Abíl sem er ólöglærður hafi farið með málið fyrir hönd þess. Málið var fyrst þingfest í lok apríl 2023 en þá óskaði forsvarsmaður Abíl eftir fresti til að skila greinargerð. Fresturinn var síðan framlengdur en loks var greinargerðinni skila í janúar á þessu ári. Var það síðan tekið fyrir í þinghaldi í febrúar. Hinn ólöglærði forsvarsmaður Abíl mætti en fyrir hönd Olís mætti lögmaður sem sagðist hafa tekið við málinu af fyrri lögmanni. Nýi lögmaðurinn lagði fram sjö reikninga til stuðnings hluta af kröfu Olís í málinu. Ákveðið var hins vegar að málsaðilar myndi kanna hvort til staðar væri grundvöllur fyrir sættir í málinu og var því frestað til sáttaviðræðna 19. mars síðastliðinn en þá var þinghald boðað.

Því var hins vegar frestað daginn áður þar sem héraðsdómi barst beiðni frá öðrum lögmanni fyrir hönd lögmanns Olís þar sem óskað var eftir lengri fresti til sáttaviðræðna. Síðan liðu tveir mánuðir en 27. maí síðastliðinn upplýsti sami lögmaður og sendi beiðnina í mars fyrir hönd lögmanns Olís að ekki hefði tekist að ná samkomulagi í málinu og óskað var eftir að fundinn yrði tími fyrir næstu fyrirtöku. Afrit af þessari beiðni var sent til bæði forsvarsmanns Abíl og lögmanns Olís. Samdægurs boðaði héraðsdómur með tölvupósti til þinghalds í málinu 4. júní. Var pósturinn sendur á netfang lögmanns Olís og netfang forsvarsmanns Abíl.

Ekkert símanúmer skráð

Forsvarsmaður Abíl mætti til þinghaldsins á boðuðum tíma en lögmaður Olís mætti ekki og enginn annar aðili mætti fyrir hönd fyrirtækisins. Þegar sá tími var liðinn sem fyrirtaka málsins átti að taka samkvæmt boðuninni krafðist hinn ólöglærði forsvarsmaður Abíl að það yrði fellt niður. Eftir að hann hafði upplýst dómara um þann tíma og þá vinnu sem hann hafði varið í að taka til varna var krafan tekin til úrskurðar.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að engar upplýsingar hafi borist um lögmæt forföll lögmanns Olís. Boðun til þinghaldsins hafi verið send á netfang lögmannsins sem sé skráð í málaskrá dómsins en þar sé hins vegar símanúmer viðkomandi lögmanns ekki skráð. Það kemur ekki fram í dómnum hvort starfsfólk Héraðsdóms Reykjavíkur hafi leitað að símanúmeri lögmannsins eftir öðrum leiðum.

Í samræmi við lög um meðferð einkamála var málið því fellt niður og Olís var enn fremur dæmt til að greiða Abíl 150.000 krónur í málskostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“