fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fréttir

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. júní 2024 18:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 2023 sakfelldi Héraðsdómur Reykjavíkur mann fyrir fjárdrátt en honum var gefið að sök að hafa tæmt reikning fyrirtækis sem hann átti í sameign með tveimur öðrum mönnum. Upphæðin var 640 þúsund krónur. Sama dag og maðurinn millifærði þessa upphæð af upphæð af reikningi félagsins sat hann stjórnarfund í félaginu, en hann var einn þriggja stjórnarmanna, og minntist hann þar ekkert á þessa ráðstöfun. Um kvöldið fór hann af landi brott.

Eftir að meðeigendur höfðu gert athugasemd við millifærsluna lagði maðurinn megnið af peningunum inn á reikning annars félags og sagðist með því vera að gera upp skuld félagins. Hélt hann eftir 30 þúsund krónum sem ferðakostnaði.

Fyrir dómi mat dómarinn svo að manninum hafi ekki tekist að gera viðhlítandi grein fyrir þessum gjörningum yrði að líta svo á að hann hefði gerst sekur um refsivert athæfi.

Við ákvörðun refsingar var haft til hliðsjónar að maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög og að óheyrilegur dráttur varð á málinu, en fjárdrátturinn var framinn árið 2018.

Var refsing ákveðin 60 daga skilorðsbundið fangelsi.

Áfrýjaði til Landsréttar

Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar og krafðist ómerkingar hans á þeim grundvelli að héraðsdómur hefði lagt framburð tveggja sameigenda hans til grundvallar um atvik málsins án þess að taka tillit til þess að þau höfðu hagsmuni af niðurstöðu málsins sem stjórnendur og eigendur fyrirtækisins. Sagði hann að lögregla hefði ekki rannsakað málið nægilega vel þar sem rannsakendur hefðu ekki haft aðgang að bókhaldi fyrirtækisins.

Landsréttur bendir hins vegar á að fram komi í gögnum málsins að lögregla hafi haft aðgang að bókhaldinu. Einnig segir að niðurstaða héraðsdóms byggi á gögnum sem liggja fyrir í málinu og framburði ákærða. Þá hafi maðurinn ekki lagt fram nein gögn sem sýni að fyrirtækið hefði skuldað upphæðina sem hann tók út af reikningum öðru fyrirtæki, eins og hann hélt fram.

Dómurinn er því staðfestur og maðurinn situr uppi með 60 daga skilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða árýjunarkostnað fyrir Landsrétti upp á rúmlega 860 þúsund krónur.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara