fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júní 2024 07:55

Mummi lærði ungur að bera virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. MYND/VALLI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins veltir því upp í dag hvort skemmra sé til kosninga en við vitum.

Vandamál Vinstri grænna eru til umræðu í dálki dagsins og bent á að forvígismenn flokksins séu órólegir vegna fylgishruns. Um það sé skrafað að aðeins ótti þeirra við dauðadóm komi í veg fyrir stjórnarslit.

„Í fyrri viku stýrði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, bráðabirgðaformaður Vinstri grænna, ríkisstjórnarfundi í fjarveru Bjarna Benediktssonar, en að honum loknum skipaði hann forsætisráðuneytinu að rannsaka afskipti lögreglu af mótmælendum við fundinn, líkt og hann væri orðinn æðstráðandi til sjós og lands. Á því hnykkti hann svo á félagsmiðlum og kvaðst hafa óskað rannsóknar á valdbeitingu lögreglu,“ segir staksteinahöfundur.

Þá er bent á að daginn eftir hafi Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður Vinstri grænna, skrifað pistil þar sem hún „afskrifaði ríkisstjórnarsamstarfið“ og hún hafi nefnt „lögregluofbeldi“ sem einn helsta ásteytingarstein þess.

„Daginn þar á eftir kvaddi þingskörungurinn Jódís Skúladóttir sér hljóðs og kvað það vekja sér „ugg að lesa nær daglega um lögreglu sem fer offari í aðgerðum sínum og beitir valdi og hörku gegn almennum borgurum“.“

Staksteinahöfundur segir að lögregla megi ekki vera yfir gagnrýni hafin, síst hvað varðar valdbeitingu, en það sé fjarstæðukennt að lögregluofbeldi sé daglegt brauð.

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum, en á hvaða braut eru Vinstri grænir með því að spinna slíkan söguþráð gegn lögreglunni?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“