fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2024 12:55

Enok Vatnar Jónsson. Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enok Vatnar Jónsson, sjómaður, hlaut sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára vegna tveggja líkamsárása. Mikael Alf Rodiguez Óttarsson, sem ákærður var fyrir aðra líkamsárásina ásamt Enoki, hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm.

Báðum var gefið að sök, í félagi við þriðja aðilann sem óþekktur er, að veitast með ofbeldi að Bersa Torfasyni við skemmtistaðinn Lebowski bar og í portinu við Kaffibrennsluna í miðbæ Reykjavíkur í júní 2022. 

Voru þeir ákærðir fyrir að hafa veitt honum ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, sparkað ítrekað í líkama brotaþola, ákærði Enok Vatnar síðan fleygt honum niður tröppur og ákærðu báðir, auk óþekkta aðilans, í kjölfarið sparkað ítrekað í brotaþola og traðkað á höfði hans þar sem hann lá, allt með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut viðbeinsbrot, skurð  á  eyrnasnepli  sem  náði  í  gegnum  snepilinn,  opið  sár  á  höfði,  yfirborðsáverka  á höfði, roða og bólgu á víð og dreif um hand leggi og mar og skrámur á hægra hné. 

Bersi þessi hlaut dóm snemma á þessu ári fyrir að stinga Enok sex mánuðum áður en Enok réðst á hann.

Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.

Hin ákæran gegn Enoki einum var vegna líkamsárásar í byrjun júlí árið 2021 á skemmtistaðnum 203. Honum var gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að manni og slegið   hann   fjórum   höggum   í   andlit,   með   þeim   afleiðingum   að   brotaþoli   hlaut augntóttargólfsbrot, auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk.

Neituðu sök

Ákærðu neituðu báðir sök. Í fyrra málinu bar verjandi Enoks því við að hann hefði verið skelkaður við Bersa vegna fyrri árásar hans, og að um neyðarvörn hafi verið að ræða. Í seinna málinu sagðist Enok vera hafður fyrir rangri söl og hann hefði ekki verið á skemmtistaðnum 203 þegar árásin var framin.

Í dómnum kemur fram ljóst sé „af framburði brotaþola og vitna og myndbandsupptaka að báðir ákærðu og fleiri  menn  biðu  eftir  brotaþola  fyrir  utan  skemmtistaðinn.  Þá  blasir  við  út  frá  myndupptökum að þeir sóttu sameiginlega að honum á sama tíma. Leikur því enginn vafi á því að brotið var framið í félagi sem samverknaður, eins og lagt er upp með í ákærunni. Samrýmist það einnig framburði brotaþola og vætti fyrrgreinds dyravarðar um atvik inni á skemmtistaðnum. Ákærðu og samferðamenn þeirra gáfu sig á tal við brotaþola og virðast hafa leitast við að fá hann til að  koma  út  af  staðnum.  Er  ekkert  í  fyrrgreindu  myndefni  eða  framburði  brotaþola  og vætti fyrrgreinds dyravarðar sem styður  það með  skýrum hætti að brotaþoli hafi haft í frammi hótanir eða hann verið líklegur til að veitast að ákærðu með hnífi. Þvert á móti virðast ákærðu og þeirra samferðamenn hafa leitast við að halda sig nálægt brotaþola inni á staðnum og slá til hans. Er allt sem bendir til þess að ákærðu hafi í umrætt skipti ætlað sér að gera upp sakir við brotaþola vegna hinnar fyrri árásar frá brotaþola um sex mánuðum áður, sbr. og áðurnefnd ummæli ákærða Enok um hefnd sem greinir í frumskýrslu.

Þá liggur fyrir að það var brotaþoli sem kallaði eftir aðstoð lögreglu og leitaðist eftir að fá vernd frá dyravörðum. Þau atvik geta illa samrýmst því að hann hafi verið ógnandi í garð ákærðu eða verið líklegur til að vera hættulegur. Er því ekkert haldbært sem styður varnir ákærðu um neyðarvörn og/eða neyðarrétt eða að þeir hafi verið mjög skelkaðir og eru öll þau atriði ósönnuð.“

Horft til bæði refsiþyngingar og -mildunar

Dómari taldi það Enoki til refsiþyngingar „að brotin fólu í sér röskun á mikilvægum verndarhagsmunum og grófleiki og hættu-og ásetningsstig brota var með meira móti. Þá varð töluvert líkamstjón hjá báðum brotaþolum af völdum árása og horfir það einnig til refsiþyngingar.   Þá   verður   ráðið   af   vottorði   og   vætti   fyrrgreinds   sálfræðings   að brotaþolinn hafi átt erfitt andlega eftir brotið og/eða það ýft upp eldri áföll. Horfir það einnig til refsiþyngingar. Þessu til viðbótar horfir til refsiþyngingar að brot ákærða samkvæmt fyrri ákærulið var framið í félagi með öðrum og bendir allt til þess að undirrót þess verknaðar hafi verið hefnd í garð brotaþola vegna eldri atvika.“

Hins vegar taldi dómari það Enoki til refsimildunar að tafir urðu á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Þótti því refsins hans hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði sem skal bundin skilorði.

Enok var dæmdur til að greiða Bersa 478.162 kr. auk 500.000 kr. í málskostnað. Og hinum brotaþola 500.000 kr. auk 900.000 kr. í málskostnað.

Mikael var dæmdur til að greiða Bersa 450.000 kr. auk 500.000 kr. Í málskostnað.

Enok þarf jafnframt að greiða 2.544.532krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs og eru þar innifalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Mikael þarf jafnframt að greiða   1.596.720  krónur  í  sakarkostnað  til  ríkissjóðs  og  eru  þar  innifalin  málsvarnarlaun skipaðs  verjanda  hans. Annan sakarkostnað, 55.792 krónur greiða þeir óskipt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir