fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Segir þetta benda til þess að Dagur sé ekki ofarlega á blaði hjá Kristrúnu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins í dag segir að ýmislegt bendi til þess að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, sé ekki ofarlega á blaði hjá Kristrúnu Frostadóttur, formanni flokksins.

Kristrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem húsnæðismálin komu meðal annars til umræðu og sagði Kristrún það koma vel til greina að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu.  Sagði Kristrún það hreint út að ekki hafi verið haldið almennilega á þessum málum.

„Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu,“ sagði Kristrún.

Viðtalið vakti athygli staksteinahöfundar sem gerir það að umtalsefni í Morgunblaðinu í dag. Bent er á það að samkvæmt skoðanakönnunum sé fylgi Samfylkingarinnar hátt í 30% sem gæti þýtt 18-20 þingsæti og fram undan sé endurnýjun á þingflokknum.

„Sumir hafa í því samhengi minnst á Dag B. Eggertsson, fv. borgarstjóra, sem vel geti hugsað sér að fara yfir í landsmálin. Aðrir munu meira efins; árangur hans í kosningum sé misjafn, hann geti orðið of fyrirferðarmikill og svo geti fjárhagskröggur borgarinnar, lóðaúthlutanir og fleira reynst honum og flokknum fótakefli,“ segir staksteinahöfundur sem vísar svo í umrætt viðtal við Kristrúnu í gær.

„Því vakti athygli að í morgunþætti Bylgjunnar í gær ræddi Kristrún húsnæðiskreppuna í Reykjavík og lá ekkert á þeirri skoðun að borgin hefði brugðist. Hún nefndi Dag ekki á nafn en talaði gegn stefnu hans, þétting dygði ekki, byggja þyrfti ný hverfi: „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. […] Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum.“ Það bendir ekki til þess að Dagur sé ofarlega á blaði Kristrúnar fyrir „nýju Samfylkinguna“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Í gær

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt