fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fréttir

Eyðilögðu fullkomnustu orustuþotu Rússa 600 km frá Úkraínsku landamærunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 04:05

Gervihnattarmyndir af flugvellinum fyrir og eftir árásina. Flugvélin sést vel á þeim. Mynd:GUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn eyðilagði Su-57 herþotu, sem er fullkomnasta orustuþota Rússa, á laugardaginn. Það sem er sérstaklega athyglisvert við þetta er að vélin stóð á flugvelli í Akhtubinsk í Astrakhan í suðurhluta Rússlands, í um 600 km fjarlægð frá úkraínsku landamærunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Úkraínumönnum hefur tekist að eyðileggja flugvél af þessari tegund. Vélin er fullkomnasta orustuþota Rússa og er meðal annars illsjáanleg á ratsjám.

Úkraínski herinn birti gervihnattarmyndir á sunnudaginn sem sýna afrakstur árásarinnar á flugvöllinn. Ein myndanna sýnir sótugt malbik og litla sprengigíga í steypunni í kringum flugvélina.

Ekki er vitað hvaða vopn Úkraínumenn notuðu við árásina en miðað við fjarlægðina þá má reikna með að drónar hafi verið notaðir.

Þeir hafa bætt vel í framleiðslu sína á drónum sem þeir geta notað til árása langt inni í Rússlandi. Þeir hafa meðal annars ráðist á gasstöð í Sankti Pétursborg, um 1.000 km frá úkraínsku landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara