fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Sagður eiga of mikið en fær að vera í félagslegu húsnæði um sinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2024 14:30

Mynd-Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birtur hefur verið á vef Stjórnarráðsins úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála sem féll um miðjan maí. Snerist málið um mann sem leigði félagslega íbúð af Kópavogsbæ. Bærinn sagði leigusamningnum upp á þeim grundvelli að eignastaða mannsins væri of há. Maðurinn kærði þá ákvörðun til nefndarinnar sem felldi hana úr gildi og lagði fyrir Kópavogsbæ að taka mál mannsins fyrir að nýju. Hann fær því að vera áfram í félagslegu íbúðinni enn um sinn.

Í úrskurði nefndarinnar segir að manninum hafi verið kynnt ákvörðun bæjarins í janúar síðastliðnum að segja leigusamningnum upp með 12 mánaða fyrirvara þar sem hann væri yfir skilgreindum eignamörkum reglna um úthlutun á félagslegum leiguíbúðum.

Í úrskurðinum eru sjónarmið mannsins rakin í stórum dráttum. Sagðist maðurinn hafa erft 25 prósent eignarhlut í íbúð eftir móður sína. Systkini hans þrjú eigi hvert um sig 25 prósent í íbúðinni en ekki sé mögulegt að selja hana þar sem faðir þeirra sem er á níræðisaldri býr í henni. Maðurinn sagði systkini sín ekki hafa tök á því að kaupa hans hlut í íbúðinni. Eins og staðan sé nú sé því ómögulegt fyrir hann að selja sinn hlut í íbúðinni.

Vildi maðurinn meina að yfirleitt leiði betri eignastaða til bættra lífsskilyrða. Það eigi hins vegar ekki við um hann. Hann hafi glatað örygginu sem félagslega íbúðin hafi veitt honum og þar með stöðugleikanum sem sé svo mikilvægur fyrir heilsu hans og forsenda þess að hann geti verið í einhverri virkni. Lét maðurinn fylgja með læknisvottorð sem lýsir geðrænum veikindum hans og að hann hafi verið til meðferðar á geðdeild Landspítalans í meira en áratug en síðustu ár á heilsugæslu.

Tók maðurinn sérstaklega fram að við öll bréfaskipti vegna stöðu sinnar nyti hann aðstoðar ættingja.

Með nógu lágar tekjur en of mikla eign

Maðurinn sagði að vegna geðræna veikinda sinna séu örorkubætur hans einu tekjur. Fjárhagsstaða hans sé ekki góð og hann eigi ekki von á því að það breytist mikið á næstunni. Tekjur hans séu langt undir því sem reglur Kópavogsbæjar um félagslegt leiguhúsnæði leyfi en hann sé ekki fær um að skapa sér bærileg lífskjör án húsnæðisaðstoðar.

Maðurinn sagðist gera sér grein fyrir að eignir hans væru hins vegar of miklar samkvæmt reglum bæjarins um félagslegt leiguhúsnæði. Raunveruleg staða hans hafi hins vegar ekkert breyst þótt hann hafi erft fjórðungshlutinn í íbúð móður sinnar. Staða hans muni breytast þegar komi að því að faðir hans þurfi ekki á íbúðinni að halda en þangað til óski maðurinn einlæglega eftir því að fá að búa áfram í félagslegu leiguíbúðinni.

Kópavogsbær vísaði í sínum sjónarmiðum meðal annars til ákvæðna reglugerðar um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Samkvæmt reglugerðinni megi leigjendur almennra félagslegra íbúða, á árinu 2023, ekki hafa hærri árstekjur en tæplega 7, 7 milljónir. Það hafi maðurinn uppfyllt enda með rúmar 4,6 milljónir í tekjur á árinu 2023.

Hins vegar kveði reglugerðin á um að eignastaða leigjenda slíkra íbúða hafi ekki mátt vera hærri á síðasta ári en 8,3 milljónir. Eignir mannsins hafi aftur á móti numið 18,6 milljónum króna. Þar sem maðurinn sé yfir eignamörkunum hafi leigusamningnum verið sagt upp en ekki hafi verið tekið mið af heilsufari hans og vinnufærni.

Í niðurstöðu Úrskurðarnefndar velferðarmála er einkum vísað til ákvæðna í reglum Kópavogsbæjar um félagslegt leiguhúsnæði um að áður en til uppsagnar á leigusamningi kemur þurfi að kanna tekju- og eignamörk og meta félagslegar aðstæður viðkomandi leigjanda. Einnig sé í reglunum ákvæði um að hægt sé að veita undanþágur frá skilyrðum um eigna og – tekjumörk vegna ákveðinna aðstæðna leigjanda.

Af afstöðu Kópavogsbæjar og gögnum málsins megi ráða að ekki hafi verið lagt mat á félagslega stöðu mannsins sem sé ekki í samræmi við áðurnefnd ákvæði í reglunum. Ákvörðunin er því felld úr gildi og lagt fyrir Kópavogsbæ að taka mál mannsins fyrir að nýju.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti