fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Ólafur Ragnar um framboð Katrínar – Segir umræðuna ekki ná nokkurri átt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2024 22:53

Ólafur Ragnra var í viðtali í kosningasjónvarpi RÚV í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir umræðuna um framboð Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, ekki ná nokkurri átt.

Margir hafa gagnrýnt framboð hennar á þeim forsendum að hún sé of nátengd sitjandi ríkisstjórn og hana skorti fjarlægð til að veita henni aðhald. Hún hafi staðið upp úr stól forsætisráðherra til þess að fara í forsetaframboð.

Ólafur Ragnar var gestur kosningasjónvarps RÚV þar sem hann var spurður út í þessa gagnrýni á framboð hennar.

Ólafur sagði að nú þegar búið væri að loka kjörstöðum gæti hann tjáð sig umbúðalaust um málið. Benti hann á söguleg dæmi um forseta sem voru eða höfðu verið í nánum tengslum við þingmenn sitjandi ríkisstjórnir.

Þetta hafi til dæmis gerst árið 1952 og meira að segja þegar ríkisstjórn var mynduð rúmum áratug eftir að hann varð forseti. Þá hafi margir við ríkisstjórnarborðið verið með honum í Alþýðubandalaginu.

„Það sem menn eru að tala um núna er sandkassaleikur miðað við það sem var 1952 eða þegar ég var forseti,“ sagði Ólafur Ragnar og benti á að hann hafi farið gegn þessum gömlu félögum sínum til dæmis í Icesave-málinu. Loks benti hann á að hann hafi verið þingmaður allt framboðið áður en hann varð forseti og fram á kjördag. „Ég sagði ekki af mér fyrr en ég tók við embættinu. Þessi umræða hefur verið út og suður og andlýðræðisleg,“ sagði forsetinn fyrrverandi.

Ólafur Ragnar sagði að með þessum orðum væri hann ekki að taka neina afstöðu til framboðs Katrínar en hann telur að gagnrýni á hana sé alveg út úr kú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy