Ýmislegt virðist benda til sögulegs sigurs Höllu Tómasdóttur enda er hún með um 37% fylgi þegar fyrstu tölur úr Norðaustur- og Suðurkjördæmi hafa verið kynntar.
„Ef þetta eru merki um sveifluna á landinu öllu stefnir í stórsigur Höllu Tómasdóttur. Fylgi virðist hafa færst frá Höllu Hrund og Baldri yfir á hana á kjördag,“ segir Gunnar Smári sem vekur þó athygli á því að það eigi eftir að koma í ljós hvort sama sveifla hafi orðið á höfuðborgarsvæðinu.
„Og svo má búast við að utankjörfundaratkvæðin séu líkari því sem kannanir sýndu fyrir viku eða svo. RÚV er hins vegar að ofmeta sveifluna, taka ekki með í reikninginn að Katrín er með meira fylgi í Reykjavík en úti á landi.“