Enn bætist í hóp þeirra forsetaframbjóðenda sem hafa kosið í forsetakosningunum í dag. Halla Hrund Logadóttir mætti og greiddi atkvæði sitt klukkan 10:00 í Fossvogsskóla. Ljósmyndari DV var á staðnum.
Nokkuð hefur gustað um framboð Höllu Hrundar. Á tímabili leiddi hún í skoðanakönnunum en í kjölfarið birtust fréttir þar sem athugasemdir vou gerðar við störf hennar sem orkumálastjóri og hún þótti ekki komast nægilega vel frá fyrri kappræðum forsetaframbjóðendanna á RÚV. Fylgi hennar hefur farið niður á við síðan þá og ólíklegra hefur þótt að hún ætti möguleika á sigri.
Ljóst er hins vegar að þetta virðast vera jöfnustu forsetakosningar í sögu lýðveldisins og því alls ekki loku fyrir það skotið að Halla Hrund verði forseti.
Nokkrar myndir af Höllu Hrund, manni hennar Kristjáni Frey Kristjánssyni og dætrum þeirra á kjörstað í Fossvogsskóla má sjá hér að neðan: