fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Forsetakosningar 2024: Spennan magnast – Sjáðu nýja kosningaspá

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2024 20:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er aðeins ein og hálf klukkustund þar til kjörstaðir loka og spennan án efa að verða meiri hjá íslensku þjóðinni, sem hefur verið duglegri að mæta á kjörstað en í síðustu tveimur forsetakosningum, og ekki síst forsetaframbjóðendum hver verður sjöundi forseti íslenska lýðveldisins. Kannanir síðustu daga benda til að um verði að ræða jöfnustu forsetakosningar síðan 1980, mjótt verði á mununum milli efstu frambjóðenda og að fylgið verði mjög dreift. Útlit er einnig fyrir að sá sem kjörinn verður hljóti færri atkvæði en nokkurn tímann hefur orðið raunin í sögu forsetaembættisins. Það er raunar það sem spá um úrslit kosninganna sem gefinn var út fyrir um þremur klukkustundum gefur til kynna.

Um er að ræða spá fyrirtækisins Globe Elections United Network. Samkvæmt Facebook-síðu fyrirtækisins er það staðsett í Suður-Kóreu og samkvæmt vef– og Youtube-síðum þess fylgist það með kosningum um allan heim, rýnir í gögn og spáir fyrir um úrslit.

Fyrr í dag sendi fyrirtækið bæði á Facebook og X frá sér spá sína um úrslit forsetakosninganna hér á landi. Það kemur ekki fram í færslunum hvaða aðferðafræði er nákvæmlega beitt við gerð spárinnar en væntanlega hefur verið rýnt í skoðanakannanir en spáin er ekki mjög frábrugðin síðustu skoðanakönnunum sem gefnar voru út fyrir kosningar.

Globe Elections United Network spáir því að hlutfall atkvæða í forsetakosningunum á Íslandi 2024 muni skiptast með eftirfarandi hætti:

Katrín Jakobsdóttir  24,35 prósent

Halla Tómasdóttir 22,95 prósent

Halla Hrund Logadóttir 19,35 prósent

Baldur Þórhallsson 15,17 prósent

Jón Gnarr 9,31 prósent

Arnar Þór Jónsson 5,98 prósent

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 1,22 prósent

Viktor Traustason 0,56 prósent

Ásdís Rán Gunnarsdóttir 0,40 prósent

Ástþór Magnússon 0,35 prósent

Helga Þórisdóttir 0,26 prósent

Eiríkur Ingi Jóhannsson 0.10 prósent

Hafa ber í huga að hér er aðeins um spá að ræða. Rætist hún verður Katrín Jakobsdóttir kjörin forseti Íslands en með færri atkvæðum en nokkur forseti hefur áður verið kjörinn í sögu lýðveldisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi