fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Reiði fanga beinist að fangavörðum – „Mikil reiði í fangelsunum eftir dauðsföll“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. maí 2024 11:00

Fangelsið að Litla Hrauni. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ábendingar hafa borist um ýmsar brotalamir í málefnum fangavarða eftir andlát fangans Ingva Hrafns Tómassonar á Litla-Hrauni um helgina. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir algengt að reiði brjótist út á meðal fanga eftir dauðsföll í fangelsunum.

„Það er mikil reiði út af þessu máli. Það er mikil reiði í fangelsunum eftir dauðsföll,“ segir Guðmundur Ingi. Hefur Afstaða fengið mikið af póstum og símtölum eftir þetta.

Slagsmál á milli tveggja fangavarða

DV hafa borist ábendingar um ýmsar meintar brotalamir í málefnum fangavarða. Meðal annars að stór hluti þeirra sé ómenntaður, að fámennar vaktir séu stundum keyrðar á óreyndum afleysingamönnum, að fangaverðir hafi tekið þátt í smygli á fíkniefnum inn í fangelsi, að bakgrunnsskoðunum sé ábótavant og fangaverðir starfi þrátt fyrir dóma.

Einnig að margir fangaverðir sjálfir séu orðnir mjög þreyttir á stöðunni. Þetta hafi meðal annars brotist fram í slagsmálum á milli tveggja fangavarða á varðstofu á Litla Hrauni síðastliðið haust. Það mál var kært til lögreglu og fangaverðir sendir í leyfi.

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu.

Aðspurður um þetta segist Guðmundur Ingi kannast við málið. Að hans sögn er annar fangavörðurinn kominn aftur til starfa.

Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður á Litla Hrauni, segist ekki geta svarað til um einstaka starfsmannamál. Kæmi upp mál þar sem árekstrar yrðu á milli starfsmanna yrði það alltaf meðhöndlað í samræmi við stefnu stofnunarinnar vegna EKKO, það er stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis og ofbeldis.

Bakgrunnsskoðanir 5 ár aftur í tímann

Að sögn Halldórs Vals eru um það bil 60 prósent fangavarða sem hafa lokið fangavarðaskóla. Af 150 fangavörðum eru 20 núna í fangavarðaskólanum og fjárveiting hefur fengist til að senda 20 til viðbótar næsta haust.

Sjá einnig:

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

DV hefur borist ábendingar um að fangaverðir hafi til dæmis smyglað inn fíkniefnum, hlotið dóma fyrir líkamsárás og akstur undir áhrifum svefnlyfja.

Aðspurður um bakgrunnsskoðanir segir Halldór Valur að um þær sé fjallað í lögum um fullnustu refsinga. Það er áður en einstaklingur sé skipaður, settur eða ráðinn til starfa hjá Fangelsismálastofnun eða í fangelsum ríkisins skuli viðkomandi, að fengnu samþykki, undirgangast athugun, sem felst í öflun upplýsinga úr skrám og upplýsingakerfum sem lið í mati á því hvort óhætt sé að veita viðkomandi aðgang að fangelsum ríkisins og aðgengi að upplýsingum um framkvæmd fangelsisstarfa og um fanga.

Halldór Valur Pálsson forstöðumaður. Mynd/Stefán

„Afla skal upplýsinga fimm ár aftur í tímann. Endurtaka skal athugunina með reglulegu millibili og ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Aldrei má þó ganga lengra við könnun á bakgrunni og sakaferli en þörf er á hverju sinni,“ segir Halldór Valur. „Lagt er heildstætt mat á það hvort óhætt sé að veita viðkomandi aðgang að fangelsum ríkisins.“

Að sögn Halldórs Vals er viðkomandi fangavörður leystur frá störfum ef hann stenst ekki lengur bakgrunnsskoðun. Hann geti ekki fjallað um einstaka mál starfsmanna en hlyti fangavörður dóm yrði fjallað um það í samræmi við reglur um bakgrunnsskoðun.

Fangaverðir ein af milljón leiðum

Guðmundur Ingi segist kannast við það að það hafi komið fyrir að fangaverðir hafi smyglað inn fíkniefnum inn í fangelsi. Það sé hins vegar ekki algengasta smyglleiðin.

„Auðvitað eru fangaverðir mannlegir. Það hafa komið upp mál þar sem fangaverðir hafa smyglað,“ segir hann. „Ef eftirspurnin eftir vímuefnum er til staðar þá er alltaf framboð. Það er ekkert hægt að koma í veg fyrir það, það þarf að koma í veg fyrir eftirspurnina. Það eru milljón leiðir fyrir vímuefni til að komast inn í fangelsi.“

Geymsla

Eins og áður segir spretta þessar ábendingar um fangavarðamál upp úr óánægju með fangelsismálin almennt. Guðmundur Ingi segir það ekkert leyndarmál að fangelsismál á Íslandi séu í ólestri. Það sé fyrst og fremst stjórnvöldum um að kenna.

„Stjórnvöld hafa ekkert vilja skipta sér af þessum málum. Þetta er látið eiga sig og ekkert hugsað út í þetta. Fangelsin hafa bara verið geymsla, er enn þá geymsla og verður áfram geymsla þar til að það verður tekin upp öðruvísi stefna í fangelsismálum. Á meðan kemur fólk ekki í góðu ástandi út úr fangelsunum,“ segir hann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“