fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Guðmunda segir að það verði riðið á Bessastöðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2024 12:30

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmunda G. Guðmundsdóttir sem titlar sig sem kjósandi á Hvolsvelli ritar grein sem birt var á Vísi nú í morgun. Hún gerir þar athugasemdir við umræðu um einkalíf forsetaframbjóðenda. Hún segir einkalíf frambjóðendanna skipta litlu máli og það sé með hreinum ólíkindum að fólk sé að velta fyrir sér hvort að sá einstaklingur sem verði kjörinn forseti muni stunda kynlíf á Bessastöðum. Guðmunda segir að það verði sannarlega riðið á Bessastöðum og það sé bara nákvæmlega ekkert að því:

„Fólk skrifar pistla og greinar, mis gáfulegar, um sínar hugleiðingar á frambjóðendunum og fylgdarliði. En spurningin sem virðist hafa tröllriðið öllu er „ætlið þið að ríða á Bessastöðum“? Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að leggja til að forsetinn og maki hans lifi skírlífi þau ár sem hann verður í embætti. Svo við getum gert ráð fyrir að það verði kysst, faðmað, knúsað, kelað, kúrt og riðið já riðið á Bessastöðum,“ skrifar Guðmunda.

Guðmunda óskar eftir því að forsetaframbjóðendur segi kjósendum fyrir hvað þeir standa og hætti að níða aðra:

„Þá fáið þið kannski að ríða á Bessastöðum því það er jú það sem allt snýst um er það ekki?“

Guðmunda hvetur alla kjósendur til að nýta sér kosningaréttinn í forsetakosningunum 1. júní. Hún vonast til þess að kjósendur velji sér forseta á málefnalegum grunni, forðist fordóma og fari ekki eftir því hvað aðrir segja um viðkomandi frambjóðanda:

„Kjósið þann glæsilegasta, virðulegasta, málefnalegasta, glaðlegasta eða hvað ykkur finnst að forseti þurfi til að bera, verið sjálfum ykkur samkvæm og heiðarleg“, skrifar Guðmunda og bætir við að lokum:

„Þá getið þið haft áhrif á hver fái að ríða á Bessastöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum