fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Guðmunda segir að það verði riðið á Bessastöðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2024 12:30

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmunda G. Guðmundsdóttir sem titlar sig sem kjósandi á Hvolsvelli ritar grein sem birt var á Vísi nú í morgun. Hún gerir þar athugasemdir við umræðu um einkalíf forsetaframbjóðenda. Hún segir einkalíf frambjóðendanna skipta litlu máli og það sé með hreinum ólíkindum að fólk sé að velta fyrir sér hvort að sá einstaklingur sem verði kjörinn forseti muni stunda kynlíf á Bessastöðum. Guðmunda segir að það verði sannarlega riðið á Bessastöðum og það sé bara nákvæmlega ekkert að því:

„Fólk skrifar pistla og greinar, mis gáfulegar, um sínar hugleiðingar á frambjóðendunum og fylgdarliði. En spurningin sem virðist hafa tröllriðið öllu er „ætlið þið að ríða á Bessastöðum“? Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að leggja til að forsetinn og maki hans lifi skírlífi þau ár sem hann verður í embætti. Svo við getum gert ráð fyrir að það verði kysst, faðmað, knúsað, kelað, kúrt og riðið já riðið á Bessastöðum,“ skrifar Guðmunda.

Guðmunda óskar eftir því að forsetaframbjóðendur segi kjósendum fyrir hvað þeir standa og hætti að níða aðra:

„Þá fáið þið kannski að ríða á Bessastöðum því það er jú það sem allt snýst um er það ekki?“

Guðmunda hvetur alla kjósendur til að nýta sér kosningaréttinn í forsetakosningunum 1. júní. Hún vonast til þess að kjósendur velji sér forseta á málefnalegum grunni, forðist fordóma og fari ekki eftir því hvað aðrir segja um viðkomandi frambjóðanda:

„Kjósið þann glæsilegasta, virðulegasta, málefnalegasta, glaðlegasta eða hvað ykkur finnst að forseti þurfi til að bera, verið sjálfum ykkur samkvæm og heiðarleg“, skrifar Guðmunda og bætir við að lokum:

„Þá getið þið haft áhrif á hver fái að ríða á Bessastöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg