fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. maí 2024 14:30

Biggi Sævars. Skjáskot Mannlíf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trúbadorinn Biggi Sævars, Birgir Sævarsson, hefur kært konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði. Mannlíf greindi frá.

Konan heitir Dagmar Rós Svövudóttir og kærði hún Bigga fyrir nauðgun vegna atviks sem átti sér stað í brúðkaupi hans á Ítalíu sumarið 2019, þar sem hún var gestur. Lögregla felldi málið niður eftir rannsókn.

Birgir hefur þrisvar í viðbót verið kærður fyrir nauðgun, tvö mál voru felld niður en eitt fór bæði fyrir héraðsdóm og Landsrétt, og var Birgir sýknaður á báðum dómstigunum. Helstu sönnunargögn fyrir dómi voru skilaboðaspjall Birgis og konunnar eftir hið meinta brot. Þar baðst hann afsökunar en staðhæfði að hann hefði verið að biðjast afsökunar á framhjáhaldi með konunni en ekki nauðgun. DV fjallaði um dóminn haustið 2023. Dómurum þótti ekki sannað með óyggjandi hætti að skilaboðaspjall Birgis og konunnar vísaði til nauðgunar en konan var mjög harðorð í hans garð.

Mannlíf birtir úr kæru Birgis á hendur Dagmar og segir meðal annars:

„Byggir kærandi á að kærða hafi með rangri kæru og röngum framburði við skýrslutökur hjá lögreglu leitast við að kærandi yrði sakaður um kynferðisbrot. Með kæru þessari kærir kærandi því kærðu til lögreglu vegna rangra sakargifta“.

Segir framburðinn hafa valdið atvinnumissi og hjónaskilnaði

Einnig segir að meintur rangur framburður Dagmarar hafi leitt til orðsporsmissis hans, valdið honum atvinnumissi og leitt til hjónaskilnaðar: „Hinn rangi framburður kærðu hefur haft umfangsmikil áhrif á kæranda. Í kjölfar þessa varð m.a. hjónaskilnaður en kærandi og fyrrum eiginkona eiga saman þrjú börn. Ásamt því hefur framangreint leitt til þess að kærandi missti störf sín en hann starfaði annars vegar sem tónmenntakennari í Foldaskóla og hins vegar sem tónlistarmaður og trúbador…“

Dagmar lýsti atvikinu í brúðkaupinu í viðtali við Eddu Falak árið 2021, en frásögnin er eftirfarandi í endursögn DV:

„Ég fór með honum upp í þetta hús því ég þurfti að fara á klósettið og hann var að fara að skipta um föt […] Ég fór á klósettið og kom fram og hann var bara á nærbuxunum, sem mér fannst ekki skrýtið. Þetta er besti vinur mannsins míns. Ég var ekkert að kippa mér upp við það, vorum bara að spjalla. Svo byrjaði hann eitthvað svona að kitla mig, og ég sagði honum að hætta og hló aðeins. En hann hætti ekki þó ég sagði honum að hætta, og mér var farið að finnast þetta óþægilegt því hann var farinn að grípa í staði og bara svona káfa á mér. Svo er eins og einhver grimmd kemur yfir hann. Ég sé það bara í augunum á honum og svo var mér bara kastað á rúmið og ég fraus bara. Hann er ekki stór maður en ég samt varð hrædd við hann.“

Í lögreglukærunni sem Mannlíf birtir úr er þessu atviki lýst á allt annan veg, segir þar að þau hafi knúsast fullklædd í um það bil 10 sekúndur og það hafi verið eina snertingin milli þeirra. Hafi þau bæði verið fullklædd.

Þorrablóti aflýst

DV greindi síðast frá málum Birgis seint í janúar á þessu ári. Þá var hann ráðinn til að skemmta á þorrablóti Íslendinga í Stavanger í Noregi. Nokkrir aðilar sendu þá fyrirspurnir um ráðninguna til Íslendingafélagsins í Stavanger og lýstu yfir óánægju með hana vegna orðspors Birgis og ásakana á hendur honum. Meðal þeirra voru Dagmar, sem sagði í stuttu samtali við DV:

„Það hræðir mig að hann fái að spila og vera í kringum fullt af fullum konum því það eru hans helstu targed, fullar konur. Fékk bara í magann við að sjá þetta, að hann væri að spila á þessu þorrablóti. Hann þarf ekki að spila, nóg um aðra vinnu án þess að þurfa að vera í sviðsljósinu í kringum fullar konur.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks