fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. maí 2024 17:41

Kirjan sendur við Fagraþing 2a í Kópavogi. Mynd/Kefas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fríkirkjan Kefas og Kópavogsbær hafa verið sýknuð í máli sem Lýður Árni Friðjónsson höfðaði til ógildingar lóðaleigusamnings að Fagraþingi 2s í Kópavogi.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness þann 3. maí síðastliðinn en Lýður höfðaði það þann 28. september árið 2022.

Krafðist hann þess að ógiltur yrði lóðaleigusamningur Kópavogs og Fríkirkjunnar Kefas frá 10. maí árið 1999. Einnig að viðurkennt yrði að hann væri réttur handhafi lóðaleiguréttinda á lóðinni, í samræmi við uppboðsafsal sýslumannsins í Kópavogi frá 23. janúar árið 1996.

Fríkirkjan tók við lóðinni, sem hét áður  Vatnsendablettur 69a, af Magnúsi Hjaltested þáverandi eiganda árið 1999. Þar er nú rekið safnaðarheimili og kirkjustarf.

Taldi Lýður að þessi samningur hefði verið gerður í trássi við betri rétt þar sem hann sjálfur hafi eignast lóðina á nauðungaruppboði þremur árum áður.

Langur aðdragandi

Vatnsendamálin hafa verið lengi fyrir dómstólum. Þetta mál á rætur sínar að rekja til ársins 1967 þegar Sigurður Hjaltested eigandi Vatnsendajarðarinnar leigði 3 þúsund fermetra spildu til 50 ára til Jens Þórðarsonar. Jens seldi Margréti Hjaltested landið árið 1987 með gerningi sem einnig var undirritaður af Magnúsi Hjaltested, samþykktum landeiganda.

Lýður gerði fjárnám í lóðinni árið 1994 og fram fór uppboð sem hann átti hæsta boð. Sagði í þinglýsingarvottorði að landeigandi hefði forleigu og forkaupsrétt.

Árið 1998 til 2000 stóðu yfir viðræður á milli Kópavogsbæjar og Magnúsar vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendalandi. Gerð var sátt og 54,5 hektarar fóru til bæjarins. Tók Kópavogsbær yfir lóðarleigusamninga á landinu.

Leitaði þá Lýður til lögmanns og kom í ljós að lóðin sem hann hafði keypt á uppboðinu og lóðin sem leigð var til Fríkirkjunnar náðu yfir sama svæði. Hafði hann ætlað sér að reisa hús á lóðinni.

Kópavogur dró boð til baka

Í viðræðum við embættismenn Kópavogsbæjar var honum boðið aðrar lóðir en honum leist ekki á það þar sem þær voru umtalsvert minni. Á fundi 2005 sagði hins vegar bæjarlögmaður við lögmann Lýðs að ekkert samkomulag væri í málinu því óvissa ríkti hvar lóðin sem fór á uppboð væri staðsett, lóðaleigusamningurinn undir kirkjuna hefði verið gerður við eiganda Vatnsendalandsins og byggingarleyfið veitt í góðri trú.

Á næstu árum var farið í að reyna að komast að því hvar lóðin væri staðsett. Það var svo árið 2021 sem lögmaður Lýðs sendi bæjarráði Kópavogs bréf þess efnis að ef honum yrði ekki úthlutuð lóð í staðinn fyrir þá sem kirkjan hefði verið reist á þá yrði þess krafist að samningnum yrði rift og Fríkirkjunni gert að fjarlægja bygginguna.

Svaraði bæjarlögmaður þessu á þá leið að úthlutun til kirkjunnar hefði átt sér stað áður en bærinn eignaðist lóðina með eignarnámi. Því væri bærinn ekki rétti aðilinn til þess að bæta tjón Lýðs.

Réttindin fallin niður

Dómari taldi óumdeilt að Lýður hefði fengið afsal fyrir lóðinni árið 1996. Ágreiningslaust væri að kirkjan hefði fengið lóðina afhenta árið 1999 eftir samninga við fyrrverandi eigendur og að Kópavogsbær hefði yfirtekið réttindi og skyldur eftir eignarnám.

Vísaði hann til þess að upprunalegur samningur væri til 50 ára, það er til ársins 2017. Hvergi hefði verið talað um að hann framlengdist sjálfkrafa og ekkert lægi fyrir um að reynt hefði verið að framlengja hann. Þá hafi svæðið verið tekið eignarnámi og endurskipulagt. Lýður hafi ekki rökstutt hvernig umræddur lóðaleigusamningur hafi getað falið í sér beinan eignarrétt eða ígildi beins eignarréttar þannig að víkja bæri til hliðar skýru ákvæði um tímabundinn leigurétt.

Hafi réttindin fallið niður árið 2017 og Kópavogsbær og Fríkirkjan Kefas því sýkn. Var Lýði gert að greiða kirkjunni 1,4 milljón króna í málskostnað en málskostnaðurinn gagnvart bænum fellur niður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu

Engar eignir í félagi sem bitist var um í Sólstafadeilu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“

Puttabraut mann og reyndi að flýja – „Ég er ekkert að fara að tala við ykkur, talið við lögfræðinginn“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu

Alfreð Erling neitar sök í Neskaupstaðarmálinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni

Faðir Áslaugar var einn fremsti trommari landsins – Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottaleg brot sín gegn henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas missti góðan vin í hryðjuverkaárásinni í New Orleans – „Bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk“

Jónas missti góðan vin í hryðjuverkaárásinni í New Orleans – „Bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk“