fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. maí 2024 10:30

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, lenti í heldur vandræðalegri uppákomu á kjörstað í morgun. Bresku sveitastjórnarkosningarnar standa nú yfir og mætti Johnson á kjörstað í Suður Oxfordskíri þar sem hann er með heimilisfesti. Þá kom hins vegar í ljós að Johnson hafði gleymt gildum persónuskilríkjum en hann gat aðeins framvísað skilríkjum án myndar en slík skilríki voru gerð ógild þegar hann sat í stóli forsætisráðherra árið 2022.

Þrátt fyrir að Johnson sé einn af þekkstu einstaklingum Bretlands skal eitt yfir alla ganga og var honum synjað um kjörseðil.

Þurfti forsætisráðherrann fyrrverandi því að hendast aftur heim til sín, ná í skilríkin og svo mætti hann aftur á kjörstað. Þá gekk allt eins og í sögu og Johnson fékk að greiða atkvæði.

Forsætisráðherrann fyrrverandi tók veseninu þó vel og hrósaði starfsfólki á kjörstað fyrir að sveigja ekki reglurnar fyrir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst