fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. maí 2024 13:45

Guðfinnur er orðinn þreyttur á Skattinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinnur Sigurvinsson, fyrrum fjölmiðlamaður, vatt kvæði sínu í kross fyrir nokkrum árum og skellti sér í nám í hársnyrtiðn. Hann hefur starfað rakari undanfarin ár en í pistli á Facebook-síðu sinni, sem ber yfirskriftina Borgar þú 65% skatt af þínum tekjum? segist hann vera orðinn afar þreyttur á hversu háa hlutdeild af launum sínum hann þarf að greiða til hins opinbera.

Innan við 30 prósent rennur í vasann

„Ég er einyrki. Ég fór í einkaskóla til að læra iðngreinina sem ég elska og greiddi allan kostnað af náminu sjálfur eða rúmar tvær milljónir króna. Íslenska ríkið styrkti mig ekki um eina krónu. Launin sem ég fæ hver mánaðamót ráðast eingöngu af fjölda þeirra sem ég klippi og ég þarf að leggja fyrir til að eiga fyrir sumarfríi og geta tekið veikindadaga. Ég greiði fullan tekjuskatt eins og aðrir borgarar landsins og til viðbótar fullan virðisaukaskatt af vinnu minni með eigin höndum. Þannig greiði ég um 65% skatt af innkomunni. Þegar við bætist stólaleiga og rekstrarkostnaður minn (kaupi öll tæki og tól sjálfur) má með sanni segja að um og innan við 30% innkomunnar rati í minn vasa.“ skrifar Guðfinnur og spyr hvort að það sé sanngjarnt.

Segir hann að þessi rekstrarskilyrði hafi orðið til þess að fólk í minni iðngrein vinni sér til húðar. Fólk í geiranum keppist við að stytta þjónustutímann til að koma fleiri að, með tilheyrandi álagi, og vinni fram á kvöld, um helgar og á rauðum dögum til að standa undan sér.

Hefði betur haldið áfram að sitja tilgangslausa fundi

„Þetta á auðvitað ekki að vera svona og er engum hollt. Það er líka vinna að byggja upp þessa vinnu. Þú þarft að markaðssetja þig sem fagmann og beinlínis sækja þér viðskiptavini fyrstu árin. Annars verður enginn vöxtur. Mér hefur gengið vel þar enda lagt mikið í þá vinnu. Ég lifi lífi sem kalla mætti ef það væri háskólakúrs „Kapitalismi 103.” Að öllu leyti nema því að ágóðann fær ríkið. Sem gengur gegn grunnreglu hins frjálsa markaðshagkerfis. Ég held litlu sem engu til áframhaldandi vaxtar. Mun betra var fyrir mig fjárhagslega að sitja tilgangslausa fundi, svara tölvupóstum og drekka pumpukaffi í vinnu fyrir hið opinbera – en um leið auðvitað andlegur dauði,“ skrifar Guðfinnur.

Hann var kjörinn sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ árið 2022 en tók sér hlé frá þeim störfum fyrr á árinu.

„Ég þekki fólk sem framleiðir sjónvarpsefni og fær til þess ríkisstyrki og það greiðir engan virðisauka af sinni vinnu því þetta flokkast sem menning. Tannlæknar sem vinna líka með höndunum greiða heldur ekki vsk því það er heilbrigðisþjónusta. Að setja hársnyrta til jafns við iðnaðarmenn í byggingariðnaði þar sem einstök verk geta aflað þeim mikilla tekna, svo hleypur á milljónum króna, er ekki líku saman að jafna. Það að setja virðisaukaskatt ofan á tekjuskatt hársnyrta, harðduglega einyrkja, gerir það að verkum að þau sem eru í stólaleigu gefa upp á sig lægri tekjur sem síðar bitnar á lífeyrisgreiðslum til þeirra. Og já, við skattpíningu blómstrar svarta hagkerfið. Er það allra hagur?,“ spyr Guðfinnur.

Hann segist hafa gert margar tilraunir til að vekja athygli þingmanna á stöðunni, einkum innan Sjálfstæðisflokksins þar sem blómlegt atvinnulíf, athafnafrelsi og lægri skattheimta þar sem hinn duglegi nýtur eigin uppskeru, á að vera grunnstefið að sögn Guðfinns.

Sakar Sjálfstæðisflokkinn um sýndarstjórnmál

„Fólki bregður að heyra tölurnar en gerir svo ekkert meira með upplýsingarnar. Babblar eitthvað í barm sér. Við erum ekki nógu stór til að velja áhuga þeirra enda er hársnyrtiiðn undirgrein innan Samtaka iðnaðarins en ekki atvinnuvegur með sterka talsmenn og samskiptastjóra í fullri vinnu eins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eða Bændasamtökin. Hagsmunafélög sem hafa dagskrárvald og greitt aðgengi að fjölmiðlum. Það gerir hins vegar óréttlæti skattheimtunnar ekkert minna. Gjör rétt, þol ei órétt… muniði?
Ég er orðinn alveg skelfilega leiður á textuðum örmyndböndum og glansandi Canva-spjöldum þar sem þingvinir mínir í Sjálfstæðisflokknum fara með einhverjar loftkenndar frelsismöntrur en boða engar alvöru breytingar eða upplýsa um yfirstandandi vinnslu þeirra. Þetta er bara teknókratismi og sýndarstjórnmál sem enginn kaupir lengur, ekki einu sinni ykkar eigið fólk. Ef alvöru samkeppni væri á hægri væng stjórnmála yrðu eyru mín sperrt og augun opin,“ skrifar Guðfinnur.

Hann segir vinstri flokka hafa af og til lýst vilja til að auka svigrúm  „lítilla og meðalstórra” fyrirtækja og mögulega sé þarna lag fyrir Samfylkingu Kristrúnar Frostadóttur til að fá gömlu hægri kratana til liðs við sig.

Fær gubb í hálsinn við að niðurgreiða máltíðir fyrir börn frá efnuðum fjölskyldum

„Að lokum þetta, ég vil greiða minn sanngjarna skatt til samfélagsins en þegar ég sé til dæmis að skattarnir mínir renna í að greiða skólamáltíðir barna og unglinga sem klæðast Moncler-dúnúlpum og fara fjórum sinnum á ári til útlanda með foreldrum sínum, sem með réttu eiga að fæða börn sín, þá fæ ég gubb í hálsinn. Eitt er að greiða sanngjarnan skatt fyrir alvöru velferð og nauðsynlega opinbera þjónustu en ekki gervivelferð og tóma þvælu til að mæta skálduðum þjónustuþörfum. Lækkum frekar skatta, afnemum þá sem eru íþyngjandi og gefum skapandi athafnafólki rými til að vaxtar. Það er vit og hvati í því,“ skrifar Guðfinnur.

Hér má lesa grein Guðfinns í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“