fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. maí 2024 15:51

Það er hiti í fólki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þá sem fylgjast vel kosningabaráttunni í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum er greinilegt að sitt sýnist hverjum varðandi framgöngu Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í þættinum Spursmál þar sem hann hefur fengið frambjóðendur til embættis forseta Íslands í heimsókn til síns og spurt þá krefjandi spurninga.

Nú síðast er það stuðningsfólk Höllu Hrundar Logadóttur sem nær sumt hvert ekki upp í nef sér vegna framgöngu hans. Stefán Einar spurði Höllu Hrund til að mynda ágengna spurninga um þá staðreynd að tug milljóna greiðslur hafa runnið frá Orkustofnun til verktaka sem eiga það sameiginlegt að vera í innsta hring kosningateymis Höllu Hrundar. Þá skaut hann föstum skotum á Höllu Hrund fyrir það að flagga því reglulega að hún hafi alist upp í blokk en foreldrar hennar hófu byggingu einbýlishúss í Árbæ þegar Halla Hrund var 12 ára gömul.

Þá vakti það kurr meðal stuðningsmanna Baldurs Þórhallssonar þegar Stefán Einar spurði hann út í mynd sem sögð var tekin í  kynlífsklúbb í París fyrir fjölmörgum árum og hvort það hefði áhrif á ímynd forsætisembættisins yrði hann kjörin.

Segir skrímsladeildina standa að baki Katrínu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi, skrifaði harðorðan pistil fyrr í dag á Facebook-síðuna sína þar sem hún meðal annars  lætur Stefán Einar heyra það sem og meintan yfirmann svokallaðar skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Friðjón Friðjónsson. Eins og greint var frá þáði Friðjón boð um að ganga til liðs við kosningateymið í kringum framboð Katrínar Jakobsdóttur á dögunum en Steinunn Ólína telur að tvímenningarnir séu lagðir af stað í víking gegn öðrum frambjóðendum til þess að koma Katrínu á Bessastaði.

„Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifar Steinunn Ólína.

Segir hún viðtal Stefáns Einars við Baldur hafi verið „frámunalega ógeðfellt og dónalegt“. Ræðst hún síðan gegn Stefáni Einari og eiginkonu hans, Söru Lind Guðbergsdóttur, settum orkumálastjóra, og segir að þau standi saman við að grafa undan framboði Höllu Hrundar og hvetur kjósendur til að „trúa ekki orði sem kemur úr þeirri átt“.

Rétt er þó að geta þess, svo að allrar sanngirni sé gætt, að Stefán Einar var ekki síður ágengur í viðtali sínu við Katrínu Jakobsdóttur. Tók hann Katrínu til bæna varðandi Landsdómsmálið gegn Geir Haarde, skoðanir hennar á fóstureyðingum og hvort ákveðin hræsni felist ekki í því að afþakka orðu en ætla svo að veita þær.

„Eltihrellar og mannorðsnauðgarar“

Gunnar Smári Egilsson, stuðningsmaður Steinunnar Ólínu, er einn þeirra sem fagnar eldræðu Steinunnar Ólínu og tekur undir hvert orð.

„Frábært hjá Steinunni Ólínu að draga fram viðurstyggð skrímsladeildar Valhallar, sem hefur fengið að vaða um íslenskt samfélag áratugum saman og grafa undan heiðvirðu fólki. Það er skömm íslensks samfélags að þetta ofbeldisfólk hafi verið látið óáreitt á skólalóðinni, komist upp með einelti og níðinskap í skjóli ótta almennings við að verða fyrir því sama. Þess vegna er hugrekki Steinunnar mikilvægt. Þessu mun ekki linna fyrr en við stöndum öll upp og höfnum því að slúðurberar á launum auðfólks fái að stjórna því hvað er rætt á Íslandi og hverjir fái hér framgang,“ skrifar Gunnar Smári og deilir pistlinum.

Athygli vekur að Stefán Einar sendir Gunnar Smári hvassa pillu undir færslunni. „Gunnar Smári er bara eins og þetta fólk, samur við sig. Skortir alla sómakennd og er alltaf til sölu. Hann og Reynir Traustason hafa níðst á konunni minni á meira en áratug, bara til þess að ná sér niður á mér. Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru. Eltihrellar og mannorðsnauðgarar. En það góða er að þeir skipta engu máli, hafa fyrir löngu sýnt þjóðinni að þeir eru einskis virði. Við hlæjum alla jafna að þeim þegar þeir fara á stjá. Þeir hafa kannski eitt: skemmtanagildi,“ skrifar Stefán Einar.

Hér má lesa eldræðu Steinunnar Ólínu sem er í mikilli dreifingu á Facebook:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum