fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Skiptar skoðanir um ákvörðun Baldurs í kappræðunum á Stöð 2 í gær

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. maí 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í kappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar Baldur Þórhallsson, einn sex frambjóðenda sem voru í þættinum, ákvað að tala íslensku í stað þess að nota ensku þegar frambjóðendur voru beðnir að sýna hvernig þeir myndu tjá sig um íslenska kvótakerfið við erlenda þjóðhöfðingja.

Ýmsar þrautir voru lagðir fyrir frambjóðendur og í einni fengu frambjóðendur það verkefni að lýsa kvótakerfinu fyrir nýjum forsætisráðherra Bretlands sem var á leið í opinbera heimsókn til Íslands. Tekið var fram að ráðherrann væri sérstaklega áhugasamur um sjávarútveginn og fengu frambjóðendurnir 40 sekúndur til að segja honum frá kvótakerfinu og ólíkum sjónarmiðum í þeim efnum. „Og þið verðið að gera það á ensku,“ var skýrt tekið fram.

Grundvallaratriði að tala íslensku

Allir frambjóðendur, að Baldri undanskildum, lýstu kvótakerfinu á ensku en Baldur ákvað hins vegar að gera það á íslensku.

„Ég ætlaði einfaldlega að tala íslensku og læt síðan túlk þýða á milli. Það er grundvallaratriði fyrir lítið ríki eins og okkar að við tölum okkar tungumál og allir fái að heyra okkar fagra hljómburð þannig að ég myndi ítarlega fara yfir það hvernig í rauninni kvótakerfið hefur náð því að vernda fiskimiðin okkar en á sama tíma skapa dálitla úlfúð í samfélaginu sem við þurfum að reyna að leysa úr – sem ég held við getum mjög vel gert. Þannig að við förum yfir á íslensku með forsætisráðherra Bretlands kosti og galla kvótakerfisins en líka hvað er mikilvægt að eiga…“

„Þetta stakk mig“

Umræður um þetta fóru fram í stuðningshópi Baldurs og Felix á Facebook og velti til dæmis einn stuðningsmaður því fyrir sér hvort Baldur myndi ekki tjá sig nema á íslensku og hafa túlk með sér um allan heim. Bætti viðkomandi við í innleggi sínu:

„Mig langar að vita af hverju Baldur talaði ekki ensku í kynningunni sem átti að fara fram á ensku í kappræðum á stöð 2 áðan. Ég er ein af þeim sem á afskaplega erfitt með að taka ákvörðun um hvað ég ætla að kjósa. Þetta hins vegar stakk mig aðeins og mögulega fældi mig.“

Margir bentu á að enskukunnátta Baldurs væri hreint ekki vandamálið enda hefði hann stundað mastersnám og doktorsnám í Englandi og sinnt kennslu víða um heim. Þá kenndi hann námskeið á ensku í háskólanum og hefði skrifað greinar á ensku. Var bent á að Baldri þætti vænt um tungumálið okkar og það væri mikill kostur. Þá var einnig bent á að margir þjóðhöfðingjar hefðu talað og tali á sínu tungumáli, til dæmis Angela Merkel og Emmanuel Macron. „Sá ekkert athugavert við þetta, bara flott,“ sagði einn.

Aðrir tóku þó undir með málshefjanda umræðunnar og veltu þessu fyrir sér.

„Það að tala ekki beint og persónulega á erlendri grund heldur í gegnum túlk er ekki sniðugt. 100% að halda heiðri tungumálsins og tala góða íslensku og efla tungumálið en þetta er ekki vettvangurinn fyrir það,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta