fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Sauð upp úr á mótmælunum í morgun – Ráðherrabíl ekið á lögreglumann og 10 mótmælendur sagðir illa haldnir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. maí 2024 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Ísland-Palestína stóðu fyrir mótmælum í morgun þar sem kom til átaka. Að sögn Vísis var piparúða beitt gegn mótmælendum og fengu 40 þeirra piparúðann yfir sig og eru 10 sagðir illa haldnir. Eins mun ráðherrabíl hafa verið ekið á lögreglumann sem slasaðist.

Lögregla segir að mótmælendur hafi ekki fylgt fyrirmælum en vísir ræddi við mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, sem sagði að eftir að ráðherrar höfðu lokið fundi sínum í morgun hafi bílar komið að sækja þau. Þá hafi mótmælendur lagt í götuna til að stöðva eða tefja komu bílanna. Þá beitti lögreglan piparúða.

„Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan“

Mótmælin fór fram á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Lögregla segist hafa reynt að grípa til eins lítillar valdbeitingar og mögulegt var, en gerðu þó það sem þurfti. Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður var fluttur á slysadeild eftir að ráðherrabíl var ekið utan í hann.

Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við mbl.is að  mótmælin hafi í dag gengið of langt og ástandiði ekki verið eðlilegt. Morgunblaðið birti yfirfarandi myndband:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við