fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virknin í eldgosinu norðan við Sýlingarfell á Reykjanesskaga var á svipuðum nótum í alla nótt.

Hraunflæði er mest norðarlega á sprungunni og við gosop við Sýlingarfell sem opnaðist um tíu leytið í gærkvöldi. Takmarkað skyggni var á svæðinu í nótt og fram á morgun.

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við RÚV að það hafi farið að hægjast á gosinu seinni partinn í gær og fram á kvöld. „Þá dró verulega úr virkninni og hún dró sig saman í nokkur virk gosop og virðist hafa haldið þannig áfram í alla nótt.“

Hraun rann yfir Grindavíkurveg og Nesveg í gær og í frétt RÚIV í morgun kemur fram að fleiri innviðir virðast ekki vera í hættu eins og staðan er núna.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í Morgunblaðinu í dag að gosið hafi hafist af svo miklum krafti að kvikugeymirinn hljóti að tæma sig afar hratt. Það er það sem virðist einmitt hafa gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis