Líflegar kappræður 12 frambjóðenda til embættis forseta Íslands stóðu yfir á RÚV í kvöld, frá klukkan 19:40 til 22. Eins og gefur að skilja bar margt á góma og umræðurnar voru líflegar en góður andi ríkti í sjónvarpssal.
Miðað við skrif á X (Twitter) og Facebook virtist sjónvarpsáhorfendum líka vel við þetta efni en fjölmargar athugasemdir mátti sjá um kappræðurnar.
Jakob Bjarnar Grétarsson, þjóðþekktur blaðamaður á Vísi, gefur þættinum góða einkunn í stuttri færslu á Facebook:
„Besta tv í heimi. En ég er í enn meiri bobba en áður — þau voru öll frábær!“
Kristín Reynisdóttir var ekki eins hrifin:
„Hélt út í 20 mín af þessu sjónvarpsefni og er sködduð fyrir lífstíð. Þó verður ekki hægt að rekja skaðann til hans Baldurs míns Áfram Baldur.“
Erla Hlynsdóttir, blaðamaður á Heimildinni, taldi að Katrín Jakobsdóttir hefði nýtt spurningatíma frambjóðenda vel:
„Sigurvegarinn í „frambjóðandi spyr frambjóðanda” var klárlega Katrín. Hún valdi að spyrja fyrrverandi borgarstjóra hvort sú reynsla myndi nýtast honum í embætti forseta, og fékk svar sem kom mjög vel út fyrir hana sjálfa sem fyrrverandi forsætisráðherra. Síðan voru nokkrir sem greinilega vildu reyna að koma höggi á Katrínu með því að spyrja hana að því sem þeir töldu krefjandi spurningu sem varð til þess að hún fékk mun meira kastljós en aðrir frambjóðendur í þessum lið.“
Nokkuð var rætt um umfangsmiklar handahreyfingar Höllu Hrundar. Um þær sagði Bjartmar Þórðarson þetta: „Mér finnst tilraun Höllu Hrundar til að táknmálstúlka sjálfs sig virðingarverð.“
Andrés Jónsson almannatengill sagði: „Talpunktar Katrínar eru allt sem hún telur veikleika Höllu Hrundar. Skiljanlegt.“
Glúmur Baldvinsson minnti á lítil völd forseta og virtist honum sem ekki gerðu allir frambjóðendur sér grein fyrir því:
Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, spurði hvaða þrjú hefðu borið af í umræðunum og fékk, eins og búast mátti við, mismunandi svör. Smellið á tengilinn beint fyrir neðan til að sjá þau:
Hér að neðan gefur að líta nokkur beitt ummæli á X:
Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 3, 2024
Jón Gnarr er bestur. Alltaf bestur. Sama hvort hann verður forseti eða ekki.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 3, 2024
„Spurning hvort þú fjárfestir í mínu framboði og ég tek friðarmálin þín“ – Ásdís Rán við Ástþór – snilldarhugmynd #kappræður
— Lara Omarsdottir (@laraomars) May 3, 2024
Arnar Þór kemur mest megnis fyrir sem ágætlega talandi einstaklingur sem er frekar langt til hægri í stjórnmálum. En svo kemur annars lagið í ljós, eins og núna þegar hann kaus að spyrja Katrínu út í einhvern sendifulltrúa WHO, að hann er samsæriskenningarnöttari. #kappræður
— Mané of the hour (@PeturF) May 3, 2024
Ennþá óákveðin en verð að viðurkenna að Halla Hrund er að síga í áliti á meðan Jón Gnarr rís. Álit á öðrum óbreytt. #kappræður
— Ásta Gísladóttir (@inannaisdead) May 3, 2024
Ég skal kjósa þann sem stoppar hendurnar á Höllu Hrund 👉🏼👈🏼 #kappræður
— Sveinn Andri (@sveinnandrii) May 3, 2024
Fólk sem græddi á þessum þætti:
Arnar Þór
Katrín Jakobs
Jón Gnarr
Baldur
Halla TómasarSlæmur þáttur fyrir Höllu Hrund#kappræður
— Mané of the hour (@PeturF) May 3, 2024
#kappræður
11 frambjóðendur: Svara spurningum
Ástþór Magnússon: pic.twitter.com/bw80elbBlN— Sverrir Fridriksson (@Sigurdrifa) May 3, 2024
Skil ég þetta rétt? Er RÚV raunverulega að bjóða frambjóðendum upp á að standa upp á endann í tvo klukkutíma og tuttugu mínútur? Af hverju?
— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) May 3, 2024
Það væri tilvalið að hafa snögga símakosningu í miðjum þætti og senda helming frambjóðenda heim.
— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) May 3, 2024