fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarrráðs Reykjavíkur í gær var m.a. tekinn fyrir afnotasamningur borgarinnar við hestamannafélagið Fák um að félagssvæði félagsins verði stækkað. Kveður samningurinn á um að Fákur fái afnot af 12 hektara viðbótarsvæði í Víðidal. Fulltrúar allra flokka í borgarrráði samþykktu samninginn nema Sanna Magdalena Mörtudóttir fulltrúi Sósíalista. Hún greiddi atkvæði gegn samningnum á þeim grundvelli að um væri að ræða svæði sem til hafi staðið að veita fólki sem er í langtímabúsetu í hjólhýsum og húsbílum.

Í bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs til borgarráðs segir um afnotasamninginn að Fákur reki í dag hús og skeiðvöll í Breiðholtshvarfi, þar sem Víðivellir, félagssvæði félagsins sé núna. Svæðið sé um 70-75 hektarar að stærð. Fákur haldi úti þjónustu fyrir félagsmenn sína allt árið um kring. Félagið standi fyrir Landsmóti hestamanna sumarið 2024. Þess vegna hafi félagið leitað til Reykjavíkurborgar og óskað eftir að fá aðgang að viðbótar landsspildu svo hægt sé að útbúa bílastæði, tjaldsvæði, salerni og aðra þjónustu fyrir landsmótsgesti. Afnotasamningurinn sé tímabundinn í eitt ár. Við lok afnotatíma framlengist samningurinn í eitt ár í senn.

Samningurinn var samþykktur af fulltrúum Pírata, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins en Sanna fulltrúi sósíalista greiddi atkvæði á móti. Í bókun sinni segir Sanna að síðan sumarið 2023 hafi langtímaíbúar í hjólhýsum og húsbílum, sem hafi verið úthýst af tjaldstæðinu í Laugardal, beðið eftir því að komast í trygga og mannsæmandi aðstöðu. Það hafi átt að búa þeim aðstöðu í Víðidal en þau hafi nú hírst undir sementssílóum við Sævarhöfða í bráðum eitt ár án grunnþátta. Ekki sé að sjá af afnotasamningnum við Fák að þar sé að finna skilyrði um að hjólabúar fái afnot af svæðinu þó um það hafi verið rætt. Sósíalistar krefjist þess fyrir hönd hjólabúa að langtímastæði verði fundið nú þegar. Hún greiði atkvæði gegn málinu m.a. vegna þess að ekki sé búið að vinna að langtímastæði eins og fyrirætlanir hafi staðið  til um.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“